Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2011, Side 157

Andvari - 01.01.2011, Side 157
ANDVARI MANNTAFL SJÁLFSTÆÐISBARÁTTUNNAR 155 endur Menntaskólans gáfu honum afsteypu af frægri forn-grískri styttu af Pallas Aþenu. Hún stendur við syðri gafl skólabyggingarinnar.57 Eins og fram hefur komið hefur valið á mörgum þessum kennileitum minninganna vakið deilur enda eiga þau ríkan þátt í að móta sögulegt minni íslensku þjóðarinnar í lengd og bráð, vafalaust enn ríkari en við gerum okkur grein fyrir. Sú söguskoðun sem þessi kennileiti miðla er vitanlega umdeilan- leg. í þessu sambandi má rifja upp grein sem „gamall landvarnarmaður“ birti í Alþýðublaðinu viku eftir að líkneski Hannesar Hafstein hafði verið afhjúpað á fullveldisdaginn 1931. Að sögn greinarhöfundar fannst mörgum þeirra sem fylgdust með stjórnmálabaráttunni á fyrsta áratug aldarinnar valið á þessum degi spaugilegt þar sem Hannes hefði verið í fararbroddi þeirra sem vildu að íslendingar samþykktu uppkastið svonefnda árið 1908. „Þá var það álit mikils meirihluta þjóðarinnar, að í uppkastinu fælist afsal á rétti Islendinga til að vera fullvalda ríki. Enn í dag er sú skoðun óbreytt. Og vafalaust þyrfti nú ekki að vera að hafa fyrir því að halda neinn fullveldisdag hátíðlegan, ef vilji H. H„ Jóns Þorl. og fleiri uppkastsmanna hefði náð fram að ganga.“ Greinarhöfundur taldi að auk Jóns Sigurðssonar ættu þeir Skúli Thoroddsen og Bjarni Jónsson frá Vogi mestan þátt í því að fullveldisbaráttunni lauk farsællega. „Og enn er autt rúm (eða illa skipað) hjá stjórnarráðshúsinu, þar sem viðeigandi væri að hafa minnisvarða Sk. Th„ þess manns, sem hindraði réttindaafsalið 1908 og bar fram kröfuna um fullkomið sjálfstæði vort, þá kröfu, sem í aðalatriðum var fullnægt tíu árum síðar.“58 í verki sínu The Political Lives ofDead Bodies. Reburial and Postsocialist Change fjallar bandaríski mannfræðingurinn Katherine Verdery um það hvernig fall kommúnismans í Austur-Evrópu hafði í för með sér róttækar breytingar á opinberu rými í einstökum löndum. Þegar búið var að steypa styttum af Lenín, Stalín og öðrum kommúnistaleiðtogum af stalli skapaðist tómarúm sem nauðsynlegt var fylla með einhverjum öðrum hætti; það þurfti að endurskapa merkingar- og menningarheim samfélagsins. Verdery beinir sérstaklega athyglinni að dæmum þar sem líkamar látinna einstaklinga hafa verið grafnir upp og þeim veitt opinber útför annars staðar. Stundum er um að ræða fórnarlömb kommúnistatímans, en líka andófsmenn, útlaga og þekkta listmenn. Eitt meginatriðið í málflutningi Verdery er að táknræn merking þessara einstaklinga er yfirleitt á reiki; það er ekkert einfalt svar til við því hvaða viðhorf eða gildi eru þarna að fá uppreisn æru og þess vegna geta margir fylkt sér um einstakar táknmyndir af mörgum og mismunandi ástæðum. Um leið og líkaminn er í ótvíræðum tengslum við hinn látna er hann þögult og þar af leiðandi margvísandi tákn.59 Sömu sögu er að segja af líkneskjum eins og þeim sem hér hafa verið til umræðu. Þannig er líklegt að stytta Jón Sigurðssonar geti haft ólíka merkingu í huga áhorfenda, eftir því hvar hún stendur en ekki síður hvaðan og hve-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.