Andvari - 01.01.2011, Page 158
156
JÓN KARL HELGASON
ANDVARI
nær á hana er horft. Af svölum Alþingishússins er Jón líkt og spegilmynd
stjórnmálamannsins, beinn í baki og landsföðurlegur. En utan af Austurvelli
er hægt að líta á hann sem fulltrúa þjóðarinnar, að fylgjast með því að
arftakar hans inni á Alþingi séu ekki að gera einhverja bölvaða vitleysu.
Sem þáttur í lifandi leikmynd er líkneskið ennþá mótanlegt, enda þótt það
standi kyrrt á sama stað. Samtökin Saving Iceland reistu ábyrgðaraðilum
Kárahnjúkavirkjunar níðstöng 9. nóvember 2007 og komu henni þannig fyrir
að stytta Jóns hélt á stönginni.60 Haustið 2008, í kjölfarið á hruni íslenska
bankakerfisins, klæddi neyðarstjórn kvenna líkneskið af Jóni í kjól og gerði
hann að bandamanni sínum - frelsishetjan breyttist um stundarsakir í bleika
dragdrottningu.61 Ljóðskáldið Lilja, einn hæfileikalausu píslarvottanna í skáld-
sögu Kára Tuliniusar, hefur hugmyndir um að standa fyrir áþekkum táknræn-
um gjörningi á Austurvelli:
„[...] eins og allir sem hafa gefið út ljóðabók á íslensku þá dreymir mig um að vera
Jónas endurborinn.“
„Jónas Hallgrímsson rítörns, ðiss tæm its pörsönal,“ þau hlæja.
„Einmitt, Jónas Hallgrímsson með vélbyssu í hægri hendi, nýafmeyjaðan svein í
vinstri og mólótoffkokkteila í buxnastrengnum, klofvega ofan á styttunni af fokking
Jóni Sigurðs.“ 62
Ekki er nóg með að listaskáldið Jónas hafi hér endurholdgast í líkama Lilju
heldur er hún með bókstaflegum hætti orðin knapi Jóns forseta. Og „ðiss tæm
its pörsönal“.
Ég vil þakka Ernu Erlingsdóttur, Hauki Ingvarssyni, Sigurði Gylfa Magnússyni og
ritstjóra Andvara fyrir yfirlestur og góðar ábendingar meðan þessi grein var í smíðum.