Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Síða 32
6
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
væri þama þó “stjarna út við sjón-
deildarhringinn sem annað hvort
gengur undir fljótt eða hækkar.
Hún hækkar, ef maðurinn lifir.” En
Davíð varð skammlífur.
Hann var fæddur 3. júlí 1901 á
Akureyri. Ungur misti hann föður
isinn, Þorvald Davíðsson kaupmann.
Hann var þó settur til menta, varð
stúdent 1925 og fór þá til Khafnar
að lesa jarðfræði. Ári síðar fór
hann til Sorbonne í París til að
halda áfram námi, en þar tók
berklaveikin hann. Kom hann heim
heilsulaus 1929 og var heirna við
misjafna heilsu þar til hann lézt af
uppskurði 3. júlí 1932.
Þrátt fyrir heilsubrest sinn náði
Davíð að skrifa tvö smásagnasöfn
Björn formann 1929 og Kalviði 1930.
í grein sem Davíð skrifaði í
Ganglera 1929 um Romain Rolland
lýsti hann því yfir að þessum merka
franska höfundi ætti hann meira að
þakka en nokkrum öðrum.
Davíð lýsir sálarlífi manna, eink-
um olnbogabarna lífsins, einstæð-
inga, og sjúklinga. Það var eigi
undarlegt þar sem hann sjálfur
hafði dauðann á næsta leiti. Það
var heldur ekki að furða þótt við-
kvæmni gætti meir en karlmensku
í sögum hans. Ekki verður heldur
sagt að hann hafi skrifað neitt, sem
frábært væri að listargildi. En það
munu vinir hans hafa séð rétt, að í
honum var meira skáld en í flestum
öðrum jafnaldra hans.
Árið 1929 kom út einkennileg
kvæðabók, Mansöngvar til miðalda,
eftir Jóhann Frímann Guðmunds-
son. Síðar komu Nökkvar og ný
skip 1934, önnur kvæðabók, og
Fróðá, sjónleikur í fjórum þáttum
1938. Var það leikið á annan í jól-
um það ár af Leikfélagi Reykjavík-
ur, og gekk fram eftir vetri.
Jóhann Frímann Guðmundsson er
fæddur 27. nóv. 1906 að Hvammi í
Langadal. Hann tók gagnfræðapróf
á Akureyri vorið 1923, en fluttist á
næstu árum út í lönd: Khöfn og
Askov 1925-26, klaustrið í Clair-
vaux, þar sem Laxness sat, 1926,
Stavanger 1926, Rvík, Akureyri
1927, Sevastopol 1933! Manni gæti
komið til hugar, að hann hafi verið
að elta Laxness, enda virðist hann
hafa fengið aðkenningu af kaþólsku
í klaustrinu góða; þess kennir í hinni
fyrstu bók hanis, sem er um “f jarska
þann, er skilur hreinar og óhreinar
ástir.” En þessir “mansöngvar”
snúa andliti sínu til miðalda, og Jó-
hann er ólíkur öllum að því, hve
einhuga hann horfir í þá átt í kvæð-
um sínum — og leikriti. Annars
virðist mér leikriti hans um Þór-
odd skattkaupanda og Þuríði á
Fróðá helst kippa í kyn til leikrita
þeirra Davíðs Stefánssonar (Munk-
arnir á Möðruvöllum) og A. G. Þor-
mars (Dómar). Sem stendur er ó-
mögulegt að segja hvað úr þessum
rómantíska höfundi kann að verða.
Á því merkilega herrans ári 1930
kom út í Berlín smásagnasafn á ís-
lenzku, sem bar hið yfirlætislausa
nafn: f fáum dráttum. Höfundur-
inn var Halldór Stefánsson, banka-
maður í fríi suður í Berlín. Sög-
urnar höfðu jafnframt komið út í
þýðingum í þýzkum blöðum.
Halldór Stefánsson er fæddur 1.
deisember 1892 í Kóreksstaðagerði í
Hjaltastaðaþinghá. Var faðir hans
Stefán Stefánssion, síðan um langt
skeið póstafgreiðslumaður og síma-