Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Side 32

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Side 32
6 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA væri þama þó “stjarna út við sjón- deildarhringinn sem annað hvort gengur undir fljótt eða hækkar. Hún hækkar, ef maðurinn lifir.” En Davíð varð skammlífur. Hann var fæddur 3. júlí 1901 á Akureyri. Ungur misti hann föður isinn, Þorvald Davíðsson kaupmann. Hann var þó settur til menta, varð stúdent 1925 og fór þá til Khafnar að lesa jarðfræði. Ári síðar fór hann til Sorbonne í París til að halda áfram námi, en þar tók berklaveikin hann. Kom hann heim heilsulaus 1929 og var heirna við misjafna heilsu þar til hann lézt af uppskurði 3. júlí 1932. Þrátt fyrir heilsubrest sinn náði Davíð að skrifa tvö smásagnasöfn Björn formann 1929 og Kalviði 1930. í grein sem Davíð skrifaði í Ganglera 1929 um Romain Rolland lýsti hann því yfir að þessum merka franska höfundi ætti hann meira að þakka en nokkrum öðrum. Davíð lýsir sálarlífi manna, eink- um olnbogabarna lífsins, einstæð- inga, og sjúklinga. Það var eigi undarlegt þar sem hann sjálfur hafði dauðann á næsta leiti. Það var heldur ekki að furða þótt við- kvæmni gætti meir en karlmensku í sögum hans. Ekki verður heldur sagt að hann hafi skrifað neitt, sem frábært væri að listargildi. En það munu vinir hans hafa séð rétt, að í honum var meira skáld en í flestum öðrum jafnaldra hans. Árið 1929 kom út einkennileg kvæðabók, Mansöngvar til miðalda, eftir Jóhann Frímann Guðmunds- son. Síðar komu Nökkvar og ný skip 1934, önnur kvæðabók, og Fróðá, sjónleikur í fjórum þáttum 1938. Var það leikið á annan í jól- um það ár af Leikfélagi Reykjavík- ur, og gekk fram eftir vetri. Jóhann Frímann Guðmundsson er fæddur 27. nóv. 1906 að Hvammi í Langadal. Hann tók gagnfræðapróf á Akureyri vorið 1923, en fluttist á næstu árum út í lönd: Khöfn og Askov 1925-26, klaustrið í Clair- vaux, þar sem Laxness sat, 1926, Stavanger 1926, Rvík, Akureyri 1927, Sevastopol 1933! Manni gæti komið til hugar, að hann hafi verið að elta Laxness, enda virðist hann hafa fengið aðkenningu af kaþólsku í klaustrinu góða; þess kennir í hinni fyrstu bók hanis, sem er um “f jarska þann, er skilur hreinar og óhreinar ástir.” En þessir “mansöngvar” snúa andliti sínu til miðalda, og Jó- hann er ólíkur öllum að því, hve einhuga hann horfir í þá átt í kvæð- um sínum — og leikriti. Annars virðist mér leikriti hans um Þór- odd skattkaupanda og Þuríði á Fróðá helst kippa í kyn til leikrita þeirra Davíðs Stefánssonar (Munk- arnir á Möðruvöllum) og A. G. Þor- mars (Dómar). Sem stendur er ó- mögulegt að segja hvað úr þessum rómantíska höfundi kann að verða. Á því merkilega herrans ári 1930 kom út í Berlín smásagnasafn á ís- lenzku, sem bar hið yfirlætislausa nafn: f fáum dráttum. Höfundur- inn var Halldór Stefánsson, banka- maður í fríi suður í Berlín. Sög- urnar höfðu jafnframt komið út í þýðingum í þýzkum blöðum. Halldór Stefánsson er fæddur 1. deisember 1892 í Kóreksstaðagerði í Hjaltastaðaþinghá. Var faðir hans Stefán Stefánssion, síðan um langt skeið póstafgreiðslumaður og síma-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.