Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Side 35
FRÁ ÞEIM YNGRI
9
stúlku-kindar kunna að bíða, en
rífur sig þó út úr því að lokum með
heiðri og sóma. Það er góðs viti að
Þórunn hefir skrifað þessa sögu svo
að hvergi minnir á Sölku-Völku H.
K. Laxness, jafn-lík og örlög þeirra
eru. Eg sé ekki betur en að með
henni hafi hún tekið sér sæti á bekk
þeirra yngri höfunda, sem einhvers
má af vænta í framtíðinni, — ef
hún heldur heilsunni.
Þó margt sé vel um síðustu bók
Þórunnar, Líf annara, virðist mér
hún ekki komast til jafns við Að
Sólbakka. Ef til vill er það því að
kenna, að bygging hennar er lausari
fyrir, heildarsvipurinn ekki ákveð-
inn. Annars er sú bók um ein-
staklinga gegn almenningsálitinu
í íslenzku þorpi.
Sama árið og Þórunn Magnús-
dóttir sendi frá sér Dætur Reykja-
víkur kom út lítil Ijóðabók, Þakkir,
eftir aðra Reykjavíkur dóttur: Rósu
K. Blöndals. Hún er fædd í Reykja-
vík 20. júlí 1913. Faðir hennar var
löggæslumaður þar, en að einhverju
leiti hefir hún þó alist upp í sveit,
eins og sjá má af kvæðum hennar.
Á kennaraskólann gekk hún (1932-
34), tók gott próf og er nú gift
kenslukona í Reykjavík.
Það er Ijóðrænt vorveður í ljóða-
kveri hennar, hún fagnar æskunni,
þakkar daga hennar, sem hún veit
að ekki koma aftur. Vikivakar og
fornkvæði eru þar og, enda er kon-
an sýnilega rómantísk að upplagi.
Þetta kemur enn berar fram í skáld-
sögunni Lífið er leikur 1938, sem
telja má ágæfca byrjendabók. Hún
er um stallsystur sem leggja upp í
lífið, leikandi við hvern sinn fingur,
en komast áður en varir í öngþveiti
ásta og sjúkdóma. Það tekst ekki
betur en svo, að þær unna sama
manni báðar, en hitt er þó verra að
þessum manni er enginn fiskur um
hrygg vaxinn. Hann kann ekki að
velja, tekur fynst þessa og síðan
hina, sem hann bregst hryggilega
að lokum dauðvona á berklahæli.
En þrátt fyrir “sorgirnar þungar
sem blý”, andar bókin Ijóðrænni
æsku iog björtum vonum um líf og
fagran leik. Stíllinn er ljóðrænn,
fellur vel að efninu, og er merkilega
persónulegur hjá ekki eldri höfundi.
Sama árið og þær Þórunn Mag-
núsdóttir og Rósa B. Blöndals kom-
ast á prent komu lík-a út Kvæði eftir
Guðmund Daníelsson frá Guttorms-
haga. Þau vöktu ekki mikla at-
hygli, en voru þó talin þess verð að
berast saman við Fagra jörð eftir
Tómás Guðmundsson, sem dæmi upp
á ljóð sveitam'anns, sem enn hefir
ekki fundið sjálfan sig á braut hins
eina sáluhjálplega sósíalisma. En
brátt sýndi Guðmundur að hann
hafði byrgði gnóga þar sem aðrir
höfðu ekki krepping fullan, jafnvel
þótt á skorti jafnaðarmenskuna.
Þetta fundu menn er menn lásu
Bræðurnir í Grashaga 1935 og
framhaldið Ilm daganna 1936.
Guðmundur Daníelsson er fæddur
í Guttormshaga í Holtum 4. okt.
1910, elsti sonur efnahjóna, sem þar
búa. Guðmundur fór fyrst á Laug-
arvatnsskólann, síðar á Kennara-
skólann, útskrifaðist þaðan eftir
tveggja ára nám 1934. Fór utan
(Norðurlönd, Þýzkalland og Eng-
land) sumarið 1936, en hefir annars
stundað barna-kenslu á vetrum í
sveit, en útiverk á sumrum.
Kvæði Guðmundar bergmáluðu