Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Síða 42
Fáeimi miiniinLÍ]ra§>Siip©ir<!5> tim
Ra^jmair E. Evaraii
Eftir G. Amason
Það er með öllu óþarft að rita
langt mál með mynd Ragnars E.
Kvaran í Tímariti Þjóðræknisfé-
lagsins; enda er ekki til þess ætlast.
Hans hefir verið minst svo rækilega
annars staðar, að alt, sem hér yrði
sagt, yrði aðeins endurtekning á
því, isem búið er að segja. Hér skal
því, í sem fæstum orðum, gerð grein
fyrir sumu af því helzta af starfi
hans í þágu Þjóðræknisfélagsins.
Ragnar E. Kvaran kom til Winni-
peg frá íslandi snemma árs 1922 til
að taka við prestsembætti við Sanr
bandssöfnuðinn í Winnipeg. Hann
sat fyrst á þingi Þjóðræknisfélags-
ins það sama ár, og þar flutti hann
eitt af sínum fyrstu erindum vest-
an hafs; var það erindi flutt eitt
samkomukveldið á þinginu og var
um smásagnagerð; jafnframt því
las hann upp þrjár stuttar sögur.
Þótti öllum, sem þar hlustuðu á
hann, mikið koma til erindisins sjálfs
og þá ekki síður til snildar hans í
upplestri. Þótti fólki, hvar sem
hann fór eftir það, meðan hann
dvaldi hér vestra, það ein hin bezta
skemtun, að heyra hann lesa stuttar
sögur iog syngja, því eins og kunn-
ugt er, var hann raddmaður hinn
bezti.
Á þessu fyrsta Þjóðræknisþingi,
sem hann sat, istarfaði hann í ýms-
um nefndum, og kom áhugi hans
fyrir öllu þjóðræknisstarfi þar strax
í ljós. Var hann svo upp frá því
öll þau ár, sem hann dvaldi hér, einn
með allra starfsömustu og áhuga-
sömustu meðlimum félagsins. Hann
átti lengst af isæti í stjórnarnefnd
þess og var hvað eftir annað kjörinn
til að gegna áríðandi og vandasöm-
um störfum í því. Árið 1924 var
hann kosinn varaforseti og endur-
kosinn árið eftir, 1927 varð hann
forseti félagsins og var endurkosinn
1928, 1929 til 30 var hann aftur
vara-forseti og ritari 1930 til 31,
1931 var hann enn á ný kiosinn vara-
forseti og var það unz hann hvarf
heim til íslands árið 1933.
Hann istarfaði í fjölda mörgum
nefndum bæði á þingum félagsins og
á milli þinga; yrði það alt of langt
mál að telja þær allar. Einnar
verður þó að geta, en það er “heim-