Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Síða 46
20
TfMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
kæmi er flytja skyldi þá vestur.
Urðu farþegar sjálfir að ábyrgjast
sig, og vera við því búnir að stíga
um borð þegar að því kæmi. Olli
þetta miklum óþægindum. Engir
vildu missa af skipsferðinni. Seldu
menn því búslóð sína tímanlega um
vorið, gerðu sig heimilisvilta og
fluttu ofan í kaupstaðina, og urðu
að halda sdg þar með töluverðum
tilkostnaði, sem þeir naumast máttu
þó við. Húsakynni voru ill og ónóg
og aðbúnaður lítill.
Skipakoman drógst. Vesturheims-
ferðin var hafin en ekki enduð. En
svo kom annað skip, og tók með sér
nokkra farþegana, en það sigldi ekki
til Vesturheims — mislingaplágan
mikla, er að framan getur. Fólk
veiktist unnvörpum er það var búið
að þjappa sér saman í þessi greni
sem það fékk til íbúðar, og var ekki
ferðafært er vesturfaraskipið kom,
aðrir dóu og gátu þá aðstandendur
ekki gengið burtu frá opinni gröf.
Slitnaði þannig úr ferðamanna hóp-
unum svo að þeir urðu fámennari en
upphaflega var búist við.
Einn þessara fámennu hópa, er
ferð sinni héldu áfram vestur, er sá
sem hér um ræðir og fór með skip-
inu “Nestorian” frá Skotlandi til
Boston.
f hópi þessum voru 41 vesturfari,
úr þremur landsfjórðungum: Aust-
firðinga, Vestfirðinga og Sunnlend-
ingafjórðungi. Nöfn þeirra ( eftir
frásögn Gríms Steingrímssonar
Grímssonar frá Kópareykjum í
Borgarfirði, er sjálfur var með
þessum hóp), er sem hér segir:
Austfirðingar
1. Jón Sigfússon Olson, háif-
bróðir Eyjólfs frá Dagverðargerði í
Hróarstungu Eyjólfssonar Olson er
mjög kom við sögu íslendinga á
fyrri árum í Winnipeg og Nýja-
fslandi.
2. Guðrún, móðir þeirra Jóns og
Eyjólfs.
3. Soffía Árnadóttir kona Jóns.
4. Þorsteinn Jóhannsson, fóstur-
sonur Jóns og Soffíu og systurson-
ur hfennar.
5. Sigurður Bjarnason.
6. Sezelía, kona Sigurðar Bjarna-
sonar.
7. Stefán, sonur þeirra, á fyrsta
ári.
8. Bergsveinn Matthíasson Long.
9. Páll Finnsson.
10. Jón Vigfússon Dalmann,
prentari.
11. Sigurður Vigfússon Dal-
mann.
Sunnlendingar
1. Steingrímur Grímsson, frá
Kópareykjum í Borgarfirði, bróðir
séra Magnúsar Grímssonar á Mos-
felli.
2. Guðrún Jónsdóttir kona Stein-
gríms.
Þeirra börn:
3. Grímur, nú á elliheimilinu
Betel á Gimli.
4. Snæbjörn, síðar bóndi við Mil-
ton, N. Dak., dáinn.
5. Steinunn.
6. Karitas.
7. Guðmundur, héraðsdómari í
N. Dak. (Af börnum Steingríms
urðu eftir í það sinn tvær dætur er
fóru síðar, Kristín og Guðrún, auk
séra Jóns Steingrímssonar prests í
Gaulverjabæ).
8. Steinólfur Grímsson, bróðir
Steingríms.