Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Side 52
26
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
ensku. Hún sagðist hafa verið í
San Francisco i nokkur ár og gengið
þar á skóla. — Einn dag, nokkru
eftir að eg kom á spítalann, kom
hún með iþrjú smákver til mín og
spurði mig, hvort eg gæti lesið þau
mál, sem á þeim væru. Sitt málið
var á hverju kveri, að mér virtist,
en eg skildi ekki eitt einasta orð í
neinu þeirra. Og eg sagði henni
það. Daginn eftir kom hún með dá-
lítið blómkerfi til mín, og eins til
hinna sjúklinganna þriggja. Hún
sagði mér að minn blómavöndur
væri frá íslenzkri konu, sem ætti
heima í undirborginni fögru, Vinna
del Mar, og hún hefði beðið að heilsa
mér, að hún hefði komið í morgun
og hefði sagt, að hún hefði lesið
það í dagblaðinu, að íslenzkur maður
Ihefði orðið fyrir (slyisi og verið
fluttur á þetta sjúkrahús. — Þú
getur þess nærri, hvort það hefir
ekki dottið ofan yfir mig, að heyra
að íslenzk kona væri búsett í Val-
paraiso. Eg hafði hugsað, að eg
væri sá fyrsti íslendingur, sem stig-
ið hefði á land í Chile. — “Hvað
heitir þessi góða kona?” spurði eg.
— “Það er hún frú Mariana,” sagði
Rosaline. — “Hefirðu séð h'ana
áður?” — “Já, nokkrum sinnum;
hún á heima skamt þar frá, sem eg
á heima. Hún giftist í Bandaríkj-
unum í Norður-Ameríku, að líkind-
um í San Francisoo. Maðurinn henn-
ar var af góðum spánverskum ætt-
um, var ef til vill afkomandi sagna-
ritarans fræga, hans Juan de Mari-
ana. En nú er frú Mariana ekkja.
Hún misti manninn sinn fyrir tveim-
ur árum síðan, og vinnur fyrir sér
og ungri dóttur með því, að stunda
blómarækt. Og líka stundar hún
fríður sýnum, og hjúkrunarkona, á
að gizka rúmlega þrítug að aldri,
fremur smá vexti, greindarleg, góð-
leg og stillileg. Læknirinn var
nefndur dr. Duran, og hann talaði
við mig á ensku, en með mjög út-
lendum hreim. En hjúkrunarkonan
mælti á mjög góða ensku, þegar hún
ávarpaði mig. Dr. Duran spurði
mig, hverrar þjóðar eg væri; og
þegar eg sagði honum að eg væri ís-
lendingur, en h'efði dvalið í tólf ár í
Norður-Ameríku, þá vildi hann vita,
hvort eg hefði nokkurt skírteini,
sem sýndi að eg væri borgari ein-
hvers. ríkis. Eg sagði honum að eg
hefði ekkert slíkt skírteini, og virt-
ist mér að honum þykja það undar-
legt. Svo töluðu þau nokkra stund
saman á spánversku, læknirinn og
hjúkrunarkonan, og var eins og hún
væri að reyna til að sannfæra hann
um eitthvað. — Þegar eg var búinn
að vera á spítalanum nokkra daga,
fór eg smátt og smátt að hressast.
Eg komst brátt að því, að hjúkrun-
arkonan, sem talaði við mig fyrsta
daginn, sem eg var þar, hét Rosa-
line. Að minsta kosti sagði h'ún
mér, að hún væri kölluð því nafni
þar á spítalanum. Suma daga kom
önnur hjúkrunarkona til mín og
þeirra, sem voru í sama herbergi og
eg. En hvorki þeim né mér líkaði
eins vel við hana og Rosaline. Hún
(Rosaline) stundaði mig með mik-
illi nákvæmni og alúð. Mér fanst
að eg hressast og styrkjast við það,
að sjá hana koma inn í herbergið *og
heyra rödd hennar. Hún minti mig
á Florence Nightingale og Filómenu
hina helgu. Stundum talaði hún við
mig dálitla stund. Eg spurði h'ana
einu sinni, hvar hún hefði lært