Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Side 63

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Side 63
36 TfMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA þarna með, Vestmenn og Æfintýr- ið frá íslandi til Brazilíu eftir Þorst. Þ. Þorsteinsson, Bréf St. G. Steph- anssonar, Hillingalönd eftir Guðr. H. Finnsdóttur og Kertaljós eftir Jakobínu Johnson. Einn íslending- ur í Canada, W. Kristjánsson hefir ritað á ensku um íslenzkt landnám í Canada. Auðvitað koma hér ekki öll kurl til grafar, fjöldi blaðagreina um ýms efni, fréttabréfa, æfiminn- inga o. s. frv. hafa verið ritaðar auk þess, sem hér er talið fram. f þessari sömu skrá er að finna nöfn 80 úkraniskra Ijóðskálda, sem ljóð hafa birst eftir á þessu um- rædda ári; sænsku skáldin eru 30; þýzk 26; norsk 11; pólsk 6; og svo færri af ýmsum öðrum þjóðflokk- um. Höfundar skáldsagna, lengri og styttri, eru fáir, en þar eru Úkraníumenn flestir og íslendingar með þeim aftari; aðeins þrír ís- lenzkir höfundar eru taldir í þessum flokki. Leikritahöfundarnir eru 5, 3 úkraniskir og 2 þýzkir. Þegar kem- ur til annara ritverka, standa fs- lendingar framar með nærri 30 höf- unda, Úkraníumenn, Þjóðverjar og Skandinavar hafa allir til samans eitthvað rúmlega 30, og aðrir þjóð- flokkar aðeins örfáa. Af höfund- um, sem ritað hafa um trúmál, eiga Úkraníumenn engann, íslendingar 6, Norðmenn og Svíar 8 og Þjóð- verjar 4 eða 5. Af tölum þessum, sem hafa verið tilfærðar hér að framan, er auð- sætt, að í hlutfalli við fólksfjölda eru íslenzkir rithöfundar mikilvirk- astir allra þeirra, er rita á útlendum málum, einkum þó að því er snertir skáldskap í bundnu máli. Að víisu má búast við að hlutföllin yrðu ekki alveg þau sömu ef tekið væri nokk- urra ára tímabil; en þau mundu þó varla breytast svo að miklu mun- aði. í viðbót við skáld þau, sem ritskrá próf. Kirkconnells getur um, man eg í svipinn eftir 5 íslenzkum skáldum hér, sem kvæði hafa oft birst eftir á prenti, þó að ekkert hafi verið prentað eftir þau það ár, sem hún nær yfir; og auk þess eru auðvitað til margir hagyrðingar, sem ort hafa lausavísur, sem fæstar hafa verið prentaðar. Af dánum íslenzkum skáldum hér vestan hafs og skáldum, sem lengi hafa ekkert birt eftir sig á prenti, man eg eftir 26, sem ekki eru talin í tölum þeim, sem gefnar eru hér að framan. Mér telst svo til, að á milli 80 og 90 ís- lenzk skáld, sem kvæði hafa iðulega birt eftir sig á prenti, eða sem gefið hafa út ljóðabækur, muni hafa verið uppi með Vestur-fslendingum; og eru þá ótaldir fjölda margir hag- yrðingar, sem ort hafa aðeins Iausa- vísur. Væru þeir allir taldir, færi talan eflaust langt yfir hundrað. Það er alveg áreiðanlegt, að enginn annar þjóðflokkur hér í Canada getur sýnt nokkuð því líka skálda- tölu í samanburði við fólksfjölda. Um hvað yrkja nú þessi útlendu skáld hér gjarnast? Sem við er að búast eru yrkisefnin mjög fjöl- breytt. Höfuðskáld okkar íslend- inga hér í landi, Stephan G. Steph- ansson, orti eins og kunnugt er, um margbreytt og ólík efni. Hann tók yrkisefni sín úr fslendingasögum, þjóðsögum og munnmælum, hann orti um landnámsmenn og konur, erfiljóð og tækifæriskvæði af öllu tæi; ádeilukvæði út af stríðum og öðrum heimsviðburðum; stórfeldar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.