Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Síða 64
ÍSLENZAE BÓKMENTIR í CANADA
37
náttúrlýsingar; góðlátlegar skopvís-
ur og skammavísur — alt nema
ástaljóð, >að er varla hægt að segja,
að hann hafi ort nokkuð sem heitir
um þetta algengasta og hugljúfasta
yrkisefni skáldanna. Ekkert ís-
lenzkt skáld í Vesturheimi kemst í
samjöfnuð við hann, að því er snert-
ir fjölbreytt yrkisefni. Eðlilega
hefir langmest verið ritað um skáld-
skap Stephans, en þó er þar enn
niikið ógert; það hefir naumast ver-
ið minst á sumar hliðar skáldskapar
hans og viðhorf hans til ýmsra
stefna og málefna, eins og þau birt-
ast í kvæðum hans. Önnur íslenzk
skáld hér hafa, eins fram hefir
verið tekið, haft þrengra svið, að
því er val yrkisefna snertir. Hjá
þeim flestum gætir eðlilega mikið
hinnar íslenzku átthagaástar. Nátt-
úra íslands, fegurð æskuistöðvanna,
lífshættir þeir, sem skáldin vöndust
við í æsku, sagnir og söngvar frá
fyrri tímum — alt þetta stendur rót-
fest í endurminningunum og hefir
sett oft og einatt hálf saknaðarkend-
an og þunglyndislegan blæ á skáld-
skap íslendinga hér vestra. En svo
að öðrum þræði bjartsýni og
þróttur, sem meðvitundin um sigur
í baráttunni við margs konar erfið-
leika hefir skapað. Stórfeldar lýs-
ingar á náttúru þessa lands eru
ekki algengar hjá vestur-íslenzkum
skáldum, nema hjá Stephani log í
hinu alþekta kvæði Guttorms J.
Guttormssonar, “Sandy Bar”. Aft-
Ur á móti hafa ýms veistur-íslenzk
skáld ort ágæt og eftirtektarverð
kvæði um menn, bæði framliðna og
hfandi, einkum þá, sem skarað hafa
fram úr á einhverjum sviðum og
aukið hróður íslendinga hér í landi.
Þá eru minnin, sem eru svo mikill
þáttur í skáldskap Vestur-íslend-
inga, mörg ort eftir pöntun, til-
þrifalaus og hversdagsleg, en fáein
af verulegri hrifningu og krafti
sannfæringanna, isem gerir þau að
sumu því bezta, sem hér hefir verið
ort á íslenzku. Ádeilukvæðin eru
mörg, en flest mjög almenns, efnis;
mannfélagsmein yfirleitt fremur en
það staðbundna hafa verið viðfangs-
efnin; staðbundin málefni hafa
sjaldan gefið tilefni til meira en
lausavísna, sem kastað hefir verið
fram í hálfkæringi. Skopkveðskap-
urinn, sem heita má að sé séreign
tveggja eða þriggja vestur-íslenzkra
skálda, beinist aftur nær eingöngu
að því staðnbundna, mönnum og
málefnum, og er oft sárbeittur, þó
að mikið í honum sé alveg græzku-
laust gaman. Jafn mikið og ritað
hefir verið um trúmál meðal Vestur-
íslendinga, snertir mjög lítið af
iskáldskap þeirra trúmál beinlínis;
og það lítið, sem er, er áreiðanlega
með því lélegra, sem ort hefir verið.
Yfir höfuð er skáldskapurinn real-
istiskur, hugarflug og heimspeki-
leg heilabrot eru fágæt í honum.
Mikið af honum skortir þann létt-
leika og fágun formsins, sem ein-
kennir skáldskap sumra hinna beztu
íslenzku skálda á isíðari tímum.
Nokkuð mikið af honum er all-
þunglamalegt og talar fremur til
vitsins en tilfinninganna.
Um gildi annars útlends skáld-
skapar hér í Canada er mjög erfitt
að dæma fyrir þá, sem ekki eru
kunnugir honum á frummálunum.
Eftir þýðingum að dæma, er efnisval
úkranisku skáldanna fremur tak-
markað. Yrkisefnin eru, að því er