Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Síða 74
SALT JARÐAR
47
komst Kelly þangað hálf huldu
höfði, því hann var hræddur um að
húsbóndi sinn spyrðist fyrir um sig.
í fjögur ár var hann hjá þessu
fólki, sem var honum gott. Heimilið
var vel stætt, öll vinna skipulögð,
og þar lærði hann reglu og friðsam-
lega umgengni við fólk. Og þar
kyntist hann fyrst Allan Foster, sem
kendi í litla sveitaskólanum, þar
skamt frá bænum, og bjó Allan
hjá þessu sama fólki. Og þar byij-
aði sú vinátta, sem varð æfilöng.
Allan var nokkrum árum eldri, og
að þroska og að mentun mörgum
árum eldri. Þeir áttu sammerkt í
Því, að báðir voru fátækir, en ætluðu
sér að komast áfram af sjálfsdáðum.
Allan ætlaði sér að læra lög á lög-
ftiannaskrifstofu, sem á þeim árum
var eina ráðið fyrir lögfræðisnem-
ondur í Manitoba. Allan hvatti
hann á að koma til Winnipeg og
nientast þar, — vildi helzt að hann
reyndi að komast inn á lögmanna
skrifstofu, þegar hann væri búinn
að fá nægan undirbúning. Hann
sagði Kelly að fyrsta skilyrðið væri
vitnsburður um gott og heiðarlegt
í'ramferði, og það yrði honum auð-
Velt að fá. Hjartað í Kelly tók við-
hragð, því hann hafði hlustað
hugfanginn á ráðagerðir vinar
S1ns. Heiðarlegheitin voru fyrsti
hröskuldurinn, hann hafði komið,
seni strokudrengur, farið huidu
höfði, kastað nafni fósturforeldra
sinna og tekið upp nafn móður sinn-
ar> sem hann vissi ekki einu sinni
hvort hafði verið hennar rétta nafn.
~~~ Nei þau sund voru lokuð, því
hann ætlaði sér ekki að lenda undir
ögmanna yfirheyrslu. Svo Kelly
nftók með öllu lögfræðina, bar ýmsu
við öðru en aðailástæðunni. En
löngu seinna eftir að þeir báðir voru
orðnir fullorðnir menn sagði hann
Allan ástæðuna fyrir því að hann
reyndi ekki að leggja lögfræðina
fyrir sig. Allan hló við og sagðist
hafa vitað um ástæður hans, því
konan hefði sýnt sér bréfið frá
bróður sínum og beðið sig að veita
honum sérstakt athygli og hjálp.
Svo bætti Allan við: “Bréfið eitt
voru nægileg meðmæli, og vegna
þess að eg las það skildi eg þig
betur. Þú varst svo hjárænn, tor-
trygginn og uppstökkur, að uppeldið
sýndi sig, en í hina röndina tilfinn-
inganæmur, gáfaður og fljótur að
skilja. Fiskimaðurinn áleit að þú
værir verulegt mannsefni, þú hefir
sýnt það, vinur, að hann var mann-
þekkjari.” Hann mundi nú hvað
honum hafði þótt vænt um að heyra
álit fiskimannsins og ummæli All-
ans. Þeir höfðu báðir hjálpað hon-
um, og svo síðar, tímarnir og tæki-
færin. Mannsefni — Kelly velti
orðinu fyrir sér í huganum —
hversu mörg eru þau ekki troðin
undir fótum og smámennum tylt
upp á skörina til sýnis. Hann hafði
aldrei komist svo langt að verða
meðalmaður, hvað þá meira. Draum-
ar mannanna eru spunnir úr ýmis-
konar efni, sumir verða fleygir, en
aðrir falla við veginn vegna þess, að
þeir hafa verið sjónhverfing. Og
enn aðrir eru unnir úr því híalíni
mannssálarinnar, að þeir strengir
þola ekki grófgerða snertingu.
Á yngri árum hafði hann dreymt
um, að græða gull og græna skóga,
sem hann ætlaði svo að nota í þarf-
ir hugsjóna sinna og kaupa fyrir öll
heimsins gæði. En lífið tók hann