Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Side 84
ÖRN ARNARSON SKÁLD
57
Þeir sýndu það svart á hvítu,
með söunun, er stendur gild,
að ætt vor stóð engum að baki
í atgervi, drengskap og snild.
Og kraftaskáld Klettafjalla
þar kvað sín Hávamál,
sem aldalangt munu óma
í Islendinga sál.
Og lengi mun lifa í þeim glæðum,
sem landarnir fluttu um sæ;
þeim íslenzku eðliskostum
skal aldrei varpað á glæ.
Þótt djúpir sé Islandsálar
mun átthagaþránni stætt.—
Það tekur trygðinni í skóvarp,
sem tröllum er ekki vætt.
Lýkur kvæðaflokknum síðan með
hlýlegum kveðjuorðum til íslendinga
hérlendis, þar sem brugðið er einn-
upp frámunalegri glöggri mynd
af þeirri “breiðfylking”, sem “brauð-
fæðir íslenzka þjóð”, máttarstólp-
Um hjóðlífsins, þeim “sem jörðina
yrkja og erja, við útisæinn baráttu
há”. Réttilega isegir skáldið, að
har geti að líta “landher og flota”
^ettlands vors, “þótt liti ei vopn
heirra blóð”. Lokaerindið talar
kröftugast sínu máli sjálft:
Þeir róa, með foorð fyrir báru,
þeir binda og raka og slá,
það blikar á árar á unnum,
á engjunum glampar á Ijá;
slíkt kastljós er vinsemdarkveðja
til komumanns handan um sjá.
Þú ber hana iéttfleygu Ijóði
til landa þar vestur frá.
III.
Vafalaust munu íslendingar 1
Vesturheimi vilja vita nokkur frek-
ari heili á þessum velunnara sínum
°S hollvini, — skáldi, sem samræmir
sv° óvenjulega vel málfæri, efni og
auda í ljóðum sínum.
Að því er eg best veit, hefir fátt
eitt verið ritað um öm Arnarson,
enda hefir hann ekki, eins og Sigfús
Halldórs orðar það í ofannefndu
“Fylgimáli” sínu, “staðið á gatna-
mótum um dagana”. Smágrein um
skáldið og mynd af honum fylgdi
nokkrum lausavísum hans, er birt-
ust í 3. hefti Stuðlamála 1932, en
hann er framúrskarandi hagur á
ferskeytlur eigi síður en lengri
kvæði, og bera þau næg vitni brag-
fimi hans og hnitmiðuðu orðavali.
En hið merkasta, sem um skáldið
hefir verið ritað, að því er mér er
kunnugt, er grein Sigurðar meist-
ara Skúlasonar, “Örn Arnarson”, í
6 hefti Samtíðarinnar 1935. Er þar
bæði rakin æfi skáldsins í stuttu
máli og kvæði hans fram að þeim
tíma gagnrýnd að nokkru frá list-
arinnar sjónarmiði, af samúð og
góðum skilningi það, sem greinin
nær.D
örn Arnarson er vitanlega dul-
nefni, en frá uppruna skáldsins,
mentun og starfi skýrir Sigurður
Skúlason á þessa leið: “Magnús
Stefánsson heitir þetta skáld réttu
nafni og á heima í Hafnarfirði. —
Magnús er fæddur 12. des. árið
1884 að Kverkártungu á Langanesi
í Norður-Múlasýslu. Hann hefir
verið í Flensborgarskóla og Kenn-
araskólanum, sinn veturinn í hvor-
um, en annars unnið fyrir sér með
allskionar störfum, m. a. verzlunar-
og skrifstofustörfum, og leitað sér
mentunar með því að lesa bókmentir
1) Sigurður er lesendum Timaritsins
að góðu kunnur fyrir ritgerðimar “Frá
Þjórsárdal’’ og “Jón biskup Gerreksson”
er þar birtust 1925 og 1927.