Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Síða 89
62
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
karlmenskubrag- eins og vera ber —
og fara hér á eftir tvö erindi úr
því:2>
Hvort sem fleytan er smá
eða seglprúð að sjá
og hvort súðin er tré eða stál,
hvort sem knýr hana ár
eða Teiði og rár
eða rammaukin vél yfir ál,—
hvert eitt fljótandi skip
ber þó farmannsins svip,
hann er ferjunnar andi og hafskipsins sál.
Hvort sem heimalands strönd
eða langt út í lönd
á hann leið yfir ólgandi flóð,
gegn um vöku og draum
fléttar trygðin þann taum,
sem hann tengir við land sitt og þjóð.
Þegar hætt reynist för,
þegar kröpp reynast kjör,
verpur karlmenskan íslenzka bjarma á
hans slóð.
Erfiljóðaskáldskapurinn er alda-
gamall í garði hjá oss íslendingum,
og hafa öndvegisskáld vor alt frá
Agli Skallgrímssyni fram á þennan
dag ort ýms sín svipmestu iog dýpstu
kvæði, þegar þeir hringdu Líkaböng
ljóða sinna yfir vinum sínum eða
ættingjum. Hjá hversdagisle,gum,
Ijóðasmiðum verða islík kvæði tíðum
sviplaus og litlaus, á lítinn eða eng-
an hátt sérkennandi fyrir þann,
sem um er ort. Annað verður upp
á teningnum, þegar skáldsnillingur
grípur í klukkustrenginn; af sjón-
arhól grafarinnar opnast nýjar víð-
áttur fyrir skygnum sjónum hans.
Þetta er ekki ofmælt um “Eftir-
2) Jón skáld Magnússon vann önnur
verðlaun með snjöllu kvæði, en dóm-
nefndina skipuðu dr. Guðmundur Finn-
bogason, Sigurður prófessor Nordal og
Geir skipstjóri Sigurðsson.
mæli” Arnar Arnarsonar, er hann
orti til minningar um Sigurð Sig-
urðsson frá Arnarholti, hið ágæt-
asta skáld, eins og alkunnugt er.
Hefir kvæði Arnar að einkunnar-
orðum þessar ljóðlínur Sigurðar:
“Strjáll er enn vor stóri gróður,
stendur hann engum fyrir sól”, en
er síðan á þessa leið (Lesb. Morg-
unbl. 13. ágúst 1939):
Það andar oft kalt um vom ilmbjarkaskóg,
hann ymur í stonmi og kiknar í snjó,
en litkast og laufgast hvert vor,
og limríkir stofnar sér lyfta úr fold
með langdrægar rætur í fortíðar mold
og ættbálksins örlagaspor.
Sástu’ erlenda hlyninn í íslenzkri mörk?
Hann óx þar við hliðina á reyni og björk,
en þráði vist suðrænni sól.
Og næðingar blésu úr ýmsri átt,
og íslenzka birkið var strjált og lágt,
—í landnorðankasti hann kól.
Er aldanna blær fer um skáldanna skóg
þá skýrist það fyrst hvað í mörkinni bjó
af dýrgripum hugblæs og hreims.
—Þá andar ei svalt um þann einstæða hlyn
sem auðgaði og fegraði bjarkanna dyn
með söngtöfrum suðrænni heims.
Hér er Ijóðlína hver sem meitluð
í stein og hugsun hlaðin; hinni
snjöllu samlíkingu um skáldið sem
hlyn í iskógi er haldið frá byrjun til
enda, og lýsingin á hinu látna skáldi
skörp iog sönn.
Stórbrotnast af einstökum kvæð'
um Arnar, þeirra er eg hefi lesið, og
um allt eitthvert hið allra snilldar-
legasta ljóð hans, er kvæðið “Stjáni
blái” (Eimreiðin, okt.-des. 1935).
Þar er sögð saga særokins og veð-
urbarins fullhuga, og lýst síðustu
sigling hans. Gripið skal niður í