Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Qupperneq 91
(BROT)
Eftir Signrð ölafsson frá Ytri-Hól
Garðar Sveinsson hafði gengið
allan morguninn eins hratt og sex-
tán ára dreng er lagið, þegar hon-
um er mikið í hug. Hann hafði far-
ið að heiman klukkan 5 um morg-
uninn og nú var komið að hádegi.
Hann var búinn að ganga alla leið
frá Djúpárbakka við Djúpá, út yfir
samnefnda sveitina, og næstu sveit
hinumegin árinnar. Hann hafði
fengið ferju yfir vötnin, og var nú
um hádegið kominn út að Stokks-
eyri, en þar ætlaði hann að koma
við hjá kunningja sínum og fá kaffi,
og ef vel tækist til einnig að borða,
því að matarþurfi var hann nú
vissulega orðinn. Hann nálgaðist nú
þorpið og gekk sem leið lá eftir veg-
inum. Vestarlega, ofan til við verzl-
unarhúsin gekk hann að litlum grjót-
bygðum bæ, þar sem að Sigga Þor-
valds, og Sveinn Jónsson áttu heima.
Garðar þekti þau, hafði kynst þeim
í fiskiveri einu vestan Þjórsár, en
þar hafði hann verið tvær undan-
farnar vertíðir, og unnið fyrir hálf-
um hlut, með því að beita lóð hjá
fjærskildum frænda sínum, er var
formaður þar á veiðistöðinni. Sveinn
Jónsson var á sama skipi og Garðar,
og hafði verið honum góður, og iét
hann aldrei finna til þess að hann
væri lítilmagni 'Og hálf-vaxinn
drengur. Sigga, unnusta Sveins, var
vinnukona hjá Jóni formanni, hún
var stór og vel vaxin, Ijóshærð,
fremur ófríð, en þó aðlaðandi. Hún
bjó yfir þeirri fágætu lyndiseinkunn
að vera altaf sí hlægjandi, hvernig
sem gekk, en ekki nóg með það,
heldur hafði hún lag á því að koma
öðrum í gott skap, — og ekkert var
eðlilegra en að hlægja, í nærveru
hennar. En það bezta, við hlátur-
mildi Siggu var það að hlátur henn-
ar var eðlilegur, hjartanlegur, góð-
látur og græskulaus, og aldrei á
annara kostnað.
Garðar átti heimboð hjá ungu
hjónunum, og hlakkaði til að heim-
isækja þau. Hann gekk að því vísu
að hlátur Siggu myndi vera hress-
andi eins og fyr, og á þeirri upp-
lífgun fanst honum að hann þyrfti
nú að halda, því bæði var hann far-
inn að þreytast og finna til hungurs,
en hinsvegar var ekki laust við að
hann kviði að inna af hendi erindi
það, sem knúði hann að heiman, á
fund prófastsins á Ölvisstað, í næstu
sveit við Eyrarhverfið, því það gat
haft mikil áhrif á alla framtíð hans.
Garðar barði nú að dyrum á litla
“sæluhúsinu”, þar sem að Sveinn
og Sigga áttu heima. Sigga opnaði
dyrnar, heilsaði Garðari vingjarn-
lega, en fór svo strax að hlægja að
því að hann skyldi vera kominn, og
orðinn gestur þeirra. “Dæmalaust
ertu nú þreytulegur, það er eg viss
um að þú ert hálfdauður úr hungri,”
voru fyrstu orðin, sem hún ávarpaði
Garðar með, þegar að fyrsta hláturs-
hrynan var afstaðin. Svo bauð hún
honum inn í húsið, vísaði honum til
sætis, en stuttu síðar kom Sveinn
maður hennar heim til miðdegis-
verðar.