Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Síða 91

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Síða 91
(BROT) Eftir Signrð ölafsson frá Ytri-Hól Garðar Sveinsson hafði gengið allan morguninn eins hratt og sex- tán ára dreng er lagið, þegar hon- um er mikið í hug. Hann hafði far- ið að heiman klukkan 5 um morg- uninn og nú var komið að hádegi. Hann var búinn að ganga alla leið frá Djúpárbakka við Djúpá, út yfir samnefnda sveitina, og næstu sveit hinumegin árinnar. Hann hafði fengið ferju yfir vötnin, og var nú um hádegið kominn út að Stokks- eyri, en þar ætlaði hann að koma við hjá kunningja sínum og fá kaffi, og ef vel tækist til einnig að borða, því að matarþurfi var hann nú vissulega orðinn. Hann nálgaðist nú þorpið og gekk sem leið lá eftir veg- inum. Vestarlega, ofan til við verzl- unarhúsin gekk hann að litlum grjót- bygðum bæ, þar sem að Sigga Þor- valds, og Sveinn Jónsson áttu heima. Garðar þekti þau, hafði kynst þeim í fiskiveri einu vestan Þjórsár, en þar hafði hann verið tvær undan- farnar vertíðir, og unnið fyrir hálf- um hlut, með því að beita lóð hjá fjærskildum frænda sínum, er var formaður þar á veiðistöðinni. Sveinn Jónsson var á sama skipi og Garðar, og hafði verið honum góður, og iét hann aldrei finna til þess að hann væri lítilmagni 'Og hálf-vaxinn drengur. Sigga, unnusta Sveins, var vinnukona hjá Jóni formanni, hún var stór og vel vaxin, Ijóshærð, fremur ófríð, en þó aðlaðandi. Hún bjó yfir þeirri fágætu lyndiseinkunn að vera altaf sí hlægjandi, hvernig sem gekk, en ekki nóg með það, heldur hafði hún lag á því að koma öðrum í gott skap, — og ekkert var eðlilegra en að hlægja, í nærveru hennar. En það bezta, við hlátur- mildi Siggu var það að hlátur henn- ar var eðlilegur, hjartanlegur, góð- látur og græskulaus, og aldrei á annara kostnað. Garðar átti heimboð hjá ungu hjónunum, og hlakkaði til að heim- isækja þau. Hann gekk að því vísu að hlátur Siggu myndi vera hress- andi eins og fyr, og á þeirri upp- lífgun fanst honum að hann þyrfti nú að halda, því bæði var hann far- inn að þreytast og finna til hungurs, en hinsvegar var ekki laust við að hann kviði að inna af hendi erindi það, sem knúði hann að heiman, á fund prófastsins á Ölvisstað, í næstu sveit við Eyrarhverfið, því það gat haft mikil áhrif á alla framtíð hans. Garðar barði nú að dyrum á litla “sæluhúsinu”, þar sem að Sveinn og Sigga áttu heima. Sigga opnaði dyrnar, heilsaði Garðari vingjarn- lega, en fór svo strax að hlægja að því að hann skyldi vera kominn, og orðinn gestur þeirra. “Dæmalaust ertu nú þreytulegur, það er eg viss um að þú ert hálfdauður úr hungri,” voru fyrstu orðin, sem hún ávarpaði Garðar með, þegar að fyrsta hláturs- hrynan var afstaðin. Svo bauð hún honum inn í húsið, vísaði honum til sætis, en stuttu síðar kom Sveinn maður hennar heim til miðdegis- verðar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.