Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Side 105

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Side 105
78 TfMAEIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA sem laðar fram mestan fögnuðinn. Vísumar um sólarmessuna og sólar- brosið láta ekki mikið yfir sér, en mér finst samt, sem þær muni í fá- um orðum túlka hugarfar sóldýrk- andans betur en langt kvæði hefði gert. Veðra skessur vikja frá. Vonir hressa þorið. Sólarmessu sína þá syngur blessað vorið. Sólarlbrosi fagnar fold frost úr mosa læðist. Vorið losar maðk úr mold; mörkin flosi klæðist. Gildi gróðrarskúrinnar fyrir bónd- ann og afkomu hans er efni næstu vísu. Rigningin vökvar ekki aðeins jörðina, heldur rætur þeirra vona, sem voru að smá-visna í huga akur- yrkjumannsins í stríði hans við þurkinn. Til að vökva vona rætur og verja lífið dauðans nauð, himnahvelfing gulli grætur og gefur öllum daglegt brauð. í gamankvæðinu “Þakkarávarp til veraldarinnar” lýsir sér að mokkuru leyti lífsskoðun Valdimars. Hann finnur að lífið hefir neitað honum um margt. Veröldin veitti honum hvorki auð né embætti. En þrátt fyrir það hefir honum gefist margt, sem er mikils virði. Honum finst líka, að þegar öllu er á botninn hvolft, hafi veröldin ekki altaf átt sök á því, sem miður fór. Hún hafi þvert á móti verið furðu-trygg og umburðarlynd við hann sjálfan, er honum varð eitthvað á. Niðurstað- an verður svo sú, að hann skuldar veröldinni skólakensluna, þ. e. það, sem hann hafi af lífinu lært, og ánafnar henni “asnastrikadálk” sinn eftir sinn dag. Með því mun hann eiga með æfistarf sitt, hversu ófull- komið sem það kunni að vera. Af því má heimurinn njóta góðs, þegar hann sjálfur er allur. Nú hefir það samt verið svo um Valdimar sem aðra menn, að skifst hafa á í huga hans daprar og glaðar tilfinningar. f vísunni Elliglöp er hið þreytta gamalmenni að útausa gremju sinni yfir hrörnun og vesal- dómi. Er sú vísa ágætlega kveðin. Horfi eg á, hvað heimurmn hefir mig illa á tálar dregið: Lýist og hrörnar líkaminn — Lukkimnar pund er mælt og vegið; andinn lagstur af kulda í kör; kreptar samvizkutaugar ailar.— Mína síðustu sálar-spjör í syndagjöldin dauðinn kallar. Berum svo þessa vísu saman við ferskeytluna: Æfibrautin öll er slétt, ekkert strið að heyja. Vist er byrði lifsins létt og lítil þraut að deyja. Elliárin, ekki sízt elliár frum- byggjanna, sem sjá öldur þeirra framfara, sem þeir sóttust eftir, skolast yfir einkenni gamla tímans, hafa ávalt söknuð hins liðna í för með sér. Það er því bæði spaug og alvara í því, þegar Valdimar segir: Gamla tíðin grætur klökk göngukempur sínar. Nú eru komin “kör” og “trökk” á kúagötur mínar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.