Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Side 105
78
TfMAEIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
sem laðar fram mestan fögnuðinn.
Vísumar um sólarmessuna og sólar-
brosið láta ekki mikið yfir sér, en
mér finst samt, sem þær muni í fá-
um orðum túlka hugarfar sóldýrk-
andans betur en langt kvæði hefði
gert.
Veðra skessur vikja frá.
Vonir hressa þorið.
Sólarmessu sína þá
syngur blessað vorið.
Sólarlbrosi fagnar fold
frost úr mosa læðist.
Vorið losar maðk úr mold;
mörkin flosi klæðist.
Gildi gróðrarskúrinnar fyrir bónd-
ann og afkomu hans er efni næstu
vísu. Rigningin vökvar ekki aðeins
jörðina, heldur rætur þeirra vona,
sem voru að smá-visna í huga akur-
yrkjumannsins í stríði hans við
þurkinn.
Til að vökva vona rætur
og verja lífið dauðans nauð,
himnahvelfing gulli grætur
og gefur öllum daglegt brauð.
í gamankvæðinu “Þakkarávarp til
veraldarinnar” lýsir sér að mokkuru
leyti lífsskoðun Valdimars. Hann
finnur að lífið hefir neitað honum
um margt. Veröldin veitti honum
hvorki auð né embætti. En þrátt
fyrir það hefir honum gefist margt,
sem er mikils virði. Honum finst
líka, að þegar öllu er á botninn
hvolft, hafi veröldin ekki altaf átt
sök á því, sem miður fór. Hún hafi
þvert á móti verið furðu-trygg og
umburðarlynd við hann sjálfan, er
honum varð eitthvað á. Niðurstað-
an verður svo sú, að hann skuldar
veröldinni skólakensluna, þ. e. það,
sem hann hafi af lífinu lært, og
ánafnar henni “asnastrikadálk” sinn
eftir sinn dag. Með því mun hann
eiga með æfistarf sitt, hversu ófull-
komið sem það kunni að vera. Af
því má heimurinn njóta góðs, þegar
hann sjálfur er allur.
Nú hefir það samt verið svo um
Valdimar sem aðra menn, að skifst
hafa á í huga hans daprar og glaðar
tilfinningar. f vísunni Elliglöp er
hið þreytta gamalmenni að útausa
gremju sinni yfir hrörnun og vesal-
dómi. Er sú vísa ágætlega kveðin.
Horfi eg á, hvað heimurmn
hefir mig illa á tálar dregið:
Lýist og hrörnar líkaminn —
Lukkimnar pund er mælt og vegið;
andinn lagstur af kulda í kör;
kreptar samvizkutaugar ailar.—
Mína síðustu sálar-spjör
í syndagjöldin dauðinn kallar.
Berum svo þessa vísu saman við
ferskeytluna:
Æfibrautin öll er slétt,
ekkert strið að heyja.
Vist er byrði lifsins létt
og lítil þraut að deyja.
Elliárin, ekki sízt elliár frum-
byggjanna, sem sjá öldur þeirra
framfara, sem þeir sóttust eftir,
skolast yfir einkenni gamla tímans,
hafa ávalt söknuð hins liðna í för
með sér. Það er því bæði spaug og
alvara í því, þegar Valdimar segir:
Gamla tíðin grætur klökk
göngukempur sínar.
Nú eru komin “kör” og “trökk”
á kúagötur mínar