Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Side 113

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Side 113
86 TÍMAKIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA Dr. Guðm. Fmnbogason sagði við m;g i laitt eð fyrra: "Brezka ríkið er samvizka Norðurálfunnar.’’ En eg vil þá líka bæta því við, að forsætisráðherra Neville Chamberlain, er þá lika samvizka Brezka ríkjasambandsins, brezka veldisins. Eg vil ekki eyða orðum að öllum þeim átök um og árásum sem hann hefir sætt, af hálfu óhlutvandra blaða bæði hér og annarsstaðar, sem ekki hafa annað flutt, en fáránlega eggjan til ófriðar, sem þau þó ekki myndu þora að kannast við, en benda heldur á hitt að nýr heimur er að risa úr sæ. — Þau orð eru að rætast sem skáldið mælti fyrir aldarfjórðungi síðan: Þegar sérhver ganti og gjóstur Grunnhygnina æsti í róstur— Stærstan huga þurfti þá, Að þora að sitja hjá! Þann huga hefir forsætisráðherrann sýnt. Einmitt vegna hans, er nú viðhorfið út um heiminn hreinna og fegurra en það var fyrir 20 árum. Alþýða Englands hefir líka sýnt að hún metur þessi verk hans. Við kosningamar i Oxford í haust býður sig fram einn af hinum ‘‘lærðu og latínu fróðu mönnum”, gegn flokksmanni stjómarinnar, en fyrir fylgi almennings — karla og kvenna, sem heimurinn met- ur lítils af því að þau búa ekki á hinni háu hyllu, fer hina eftirminnilegustu sneypuför. Hingað til hafa orðin: “Frið- ur á jörðu og velþóknan yfir mönnur.um” verið skráð á himininn. En fyrir til- verknað manna sem Chamberlains verða þau með tímanum færð niður á jörðina, skráð á “hlíð og dal og sjávarströnd”, er “af frið og frelsi ljóma”. TTm starf félagsins á liðnu ári þarf ekki að fara mörgum orðum. Nefndin hefir unnið flest þau verk sem henni voru fali.n, og nokkur fleiri. En flestu þessu starfi er svo háttað að það er framhaldandi, frá ári til árs, og er því aldrei lokið, en hlýtur að vera tekið á dagskrá á hverju þingi meðan félagið er við lýði. Þar til má nefna útbreiðslumál, útgáfumál, fjár- mál og samvinnumál, og vísast í þvi efni til dagskrárinnar. útbreiðsla félagsins hefir tekið miklum framförum á þessu ári. Deild “yngri Islendinga” (Young Ice- landers) hefir verið stofnuð að Wynyard, í líkingu við deild “Yngri Islendinga” hér í bæ er stofnuð var á síðastl. ári. Vonum vér að þessi nýja deild sæki um upptöku í félagið nú á þinginu. Stofnun þessarar deildar er sérstaklega að þakka ágætu starfi þeirra Dr. J. A. Bíldfell, Ama Eggertssonar, K.C., og séra Jakobs Jóns- sonar. Við Arborg og Riverton hefir félagið eflst að mun á þessu ári, og er nú í ráði að þar verði stofnaðar deildir, innan skamms. I Winnipeg hefir meðlimatala "Fróns” aukist, og hin nýja deild “Báran” að Mountain, N. Dak., hefir sem næst tvö- faldað félagatölu sina. Aillar þessaæ framfarir eru að þakka áhuga og starfi heimamanna á þessum stöðum, sem ekk- ert tækifæri hafa látið ónotað til að út- breiða félagið. Við kynningar starfið út á við, hefir próf. Richard Beck verið ötulastur eins og áður fyrri. A félagið honum mikið að þakka. Alls hefir hann á þessu ári flutt 12 ræður og erindi á ýmsum stöðum í Norður Dakota, Minnesota, Wisconsin og Manitoba. Þá hafa nokkur útvarpserindi verið flutt í tilefni af fullveldisdegi Islands, bæði hér í bæ og syðra. Ennfremur rit- aði Guðm. dómari Grimsson ágrip af stjómmálasögu Islands, er birt var í öllum helztu blöðum Dakota ríkis. Próf. Sveinbj. Johnson, fyrir félagið “Vísi”, flutti í útvarp eitt hið snjallasta Islands minni, er á ensku máli hefir verið samið. Og loks má geta, þó eigi væri það undir umsjón félagsins, útvarpsins héðan úr bæ til Reykjavikur, og kveðju forsætisráð- herra Islands. Tókst þetta sérstaka út varp að allra dómi vel og heyrðist yfir þvera Ameríku. Samvinna við Island hefir verið víð- tækari á þessu ári en á nokkm öðru undanfömu ári. Er það fyrst og fremst að þakka fyrv. dómsmálaráðherra, Jón- asi alþm. Jónssyni er kom hingað vestur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.