Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1939, Síða 132
TUTTUGASTA ÁRSÞING ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGSINS
105
Þriðji liður lesinn og ræddur. Fyrir-
spum Dr. Beck um fríar bækur frá. Is-
landi svarað af forseta. Kvað hann lítil
líkindi til að um slíkt væri að ræða, að
svo komnu.
Tillaga séra Guðm. Amasonar i sam-
bandi við þennian lið, að félagið heimili
bókasafninu, eins og að undanförnu, að
kaupa bækur á Islandi fyrir þá peninga,
sem inn koma fyrir sölu á ritum félagsins
þar. Studd af ritara og samþykt í eir.u
hljóði.
Þá var veitt 10 mín. fundarhlé.
Þegar aftur var 'tekið til starfa gerði
Guðr. H. Johnson lokagrein fyrir störfum
Halldórunefndarinnar svonefndu.
Halldórunefndln.
Nefnd sú, er kosin var á Þjóðræknis-
þingi 1937, til að ráðstafa og annast um
sýningar og samkomuhöld Halldóm
Bjamadóttur frá Islandi á ferðum hennar
nieðai Islendinga vestan hafs, hefir nú
lokið starfi sínu og leyfir sér hér með að
gefa lauslegt yfirlit yfir starf það, er
nefndin hafði með höndum viðvíkjandi
ráðstöfun á samkomum og sýningum á
íslenzkum heimilisiðnaði, er hún hafði
meðferðis. Eins og þinginu er áður kunn-
ugt, tóku þessi íslenzku félög sameigin-
iegan þátt í að sjá um ferðir Haildóru:
Þjóðræknisfélagið, Bandalag lúterskra
kvenna, Sambands kvenfélögin, Jóns Sig-
urðssonar félagið og Heimilisiðnaðarfé-
lagið. Tvær konur úr hverju félagi skip-
uðu móttökunefndina. iSkömmu eftir
Þjóðræknisþingið 1937 byrjaði þessi nefnd
að starfa og skipuleggja samkomur og
sýningar. Kvenfélögum og einstakling-
um víðsvegar út um bygðir Islendinga
var skrifað og þess farið á leit af nefnd-
inni, að Halldóru Bjarnadóttur yrði gert
mögulegt að ferðast um og hafa sýningar.
Þessu máli var alstaðar vel tekið og
drengilega. Sýnir skýrsla féhirðis mefnd-
arinnar það svart á hvítu, hve vel fólk
greiddi fyrir gestinum frá Islandi bæði í
Canada og Bandaríkjunum. Auk þess
bárust nefndinni bréf og ummæli, þar sem
fólk lét ánægju sína í Ijósi yfir því að hafa
haft tækifæri á að sjá og kynnast íslenzk-
um heimilisiðnaði. Þar voru iíka margir
hlutir prýðilega vel unnir, og góð sýnis-
hom af þvi starfi, sem kvennasamböndin á
Islandi eru að vimna að, til að styrkja og
efla innlendan iðnað. Látlaus og vinsam-
leg framkoma Halldóru Bjarnadóttur, á-
samt því að bera á milli Austur- og Vest-
ur-Islendinga vinsamleg ummæli og hlýjar
kveðjur, áttu sinn þátt í því, að nefndin
minnist þess með ánægju, að hafa unnið
saman að þessu málefini. Mun það vera
í fyrstia skifti að íslenzku kvenfélögin hér
vestra hafi sameinað krafta sina um eitt
málefni. Sú samvinina var í alla staði
ánægjuleg. Nefndin vottar þakklæti sitt
íslenzku vikublöðunum Lögbergi og
Heimskringlu fyrir léða liðveitslu, með
því að gefa allar auglýsingar og Ijá rúm
öllum þeim skrifum, er nefndin setti í
þau, auk meðmæla blaðanna sjálfra. —
Stjórnamefnd Þjóðræknisfélagsins um-
gekst, að fá alla sýningarmuni flutta toil-
frítt inn í Canada. Þess skal líka getið
með þakklæti, að á meðan Halldóra dvaldi
í Winnipeg, var hún hjá tveimur nefndar-
koinunum til heimilis sem gestur þeirra.
Það voru þær frú J B. Skaptason, Mary-
land stræti, og frú B. E. Johnson, Domin-
ion stræti. Bjó hún þó aðallega hjá frú
Skaptason, og á heimili hennar var Hall-
dóru haldið kveðjusamsæti er móttöku-
nefndin stóð fyrir. Var henni afhent þar
lítil gjöf að skilnaði til minningar frá
þeim félögum, er ráðstafað höfðu og séð
um ferðir hennar hér vestra.
Guðr. H. Johnson,
skrifari nefndarinnar
Þá las Mrs. B. E. Johnson fjárhags-
skýrslu sömu nefndar.
Fjárhagsskýrsla móttökunefndar
Halldóru Bjarnadóttur
INNTEKTIR:
Samkoma í Fyrstu lút. kirkju ....$60.00
Sýning hjá T. Eaton Co. Ltd... 54.76
Samkoma á Gimli ....,......... 30.00
Riverton ......... 26.25