Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Blaðsíða 37
Umni sfeáldli© B> eim Jonsoini
(Smákaflar úr Dagbók Jóhanns Magnúsar Bjarnasonar).
27 ■ apríl 1931.
Nýlega voru mér útveguð, til að
lesa, öll leikrit Ben Jonson’s, og er
e& nú búinn að lesa þau. Ben Jon-
son er að mínu áliti, á mörgum svið-
Urn» jafningi Shakespeares, og tek-
Ur ^onum jafnvel fram sem gleði-
leikaskáldi. The Silent Woman,
The Alchemist og Every Man
Jn Hjs Humour eru
nieistarleg leikrit.
1J- maí 1931.
,Mig langar til að
vita meira um skáld-
l$Ben Jonson (1573-
i637). Eg hefi les-
irS það af ritverkum
^ans, sem eg hefi náð
l’ um ævi hans
°S ætt veit eg ekki
annað en það, sem eg
hefi séð um hann í
■The Encyclopædia Brittanica; og
Pað er harla lítið. Mig langar til að
esa Life of Ben Jonson”, eftir
• -<4. Symonds, þann hinn sama, er
ritaði ævisögu Michel-Angelos. Er
eg nú.að reyna að fá þá bók til láns.
l2- júlí 1931.
Eg hefi gjört margar tilraunir til
ess’ fá til láns ævisögu Ben
Jonson’s, eftir John Addingtor.
^ymonds, en það hefir engan á-
^angur borið, enn þá sem komið er.
Symonds var einstakur fræði-
maður, álíka og Macaulay lávaröur,
og hefir því, að líkindum, grafið
upp alt, sem til er, um ætt og upp-
runa Jonson’s. Eg hefi lesið það
einhverstaðar, að Thomas Carlyle
hafi verið af sömu ætt og Jonson,
enda er margt líkt með þeim, sem
rithöfundum. Og Carlyle stundaði
nám við skóla í Annan (eða Annan-
dale), en þaðan var
eitthvað af skyldfólki
Ben Jonson’s komið.
Hafi Carlyle vitað, að
hann var af sömu ætt
og Jonson, þá er ekki
ólíklegt, að hann hafi
getið um það einhver-
staðar í ritum sínum.
En nú eru rúm tvö
hundruð ár á milli
þeirra frændanna. —
Það er annars undar-
legt, hvað mikil móða
hvílir yfir öllum enskum skáldum
á Elísabetar-tímabilinu, hvað ævi
þeirra og ætt snertir, eins og þó
bókmentir þeirrar aldar eru miklar
og glæsilegar. Og að líkindum vita
menn nú alveg eins mikið (ef ekki
meira) um Ben Jonson og um nokk-
urt annað skáld á Englandi á þeirri
6ici. Þegar Ben Jonson var varp-
að í fangelsi fyrir þá sök, að hann
feldi mann í einvígi, í Lundúnum,
þá skaut hann sínu máli til kirkj-
unnar, af því að hann var prestsson.
Þá var það prestur, sem talaði máli