Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Blaðsíða 127
ÞINGTÍÐINDI
105
^kla sóma að senda herra biskupinn
fulltrúa sinn og heimaþjóðarinnar
a aldarfjórðungsafmœli félags vors. Fá-
Utn Ver Það seint fullþakkað. En þar
fern s°gulegrar komu biskups og glæsi-
grar ferðar hans vestur hér er getið
arlega i fundargerðum síðasta þjóð-
rEeknisþings og einnig lýst í sérstakri
Srein j Tímariti þessa árs, gerist eigi
, . að segja frekar frá kærkominni
e>rnsókn hans í þessari skýrslu. Þvi
eibu skal þó við bætt, að þjóðræknis-
^álum vorum og framhaldandi tengsl-
ag stofnþjóð vora var ómælt gagn
komu hans, og mun sú heimsókn
ngi lifa í þakklátri minningu Islend-
lnSa hér í álfu.
En ríkisstjórn Islands lét eigi þar við
ada. Sigurgeir biskup hafði eigi lokið
°1 sinni hér í álfu, þegar þáverandi
dlanríkisráðherra, Vilhjálmur Þór, sem
°SS kefir um svo margt reynst hinn vin-
''ittasti, bauð Þjóðræknisfélaginu, í
^afni ríkisstjórnarinnar, að velja full-
rua fyrjp Vestur-íslendinga til þess að
tjer.a Sestur stjórnarinnar á lýðveldishá-
lrini 17. júni. Valdi framkvæmda-
e ndin, eins og kunnugt er, forseta
aSsins til þeirrar sendiferðar, og vil
þ? nn npinberlega þakka nefndinni fyrir
tiltrú og sæmd, sem hún sýndi mér
eð því vali, og jafnframt láta í ljósi
v°n mína, að félagsfólk alment hafi
^erið ánaagt með það fulltrúaval, en um
ndisrekstur minn er vitanlega annara
dæma.
ja ^nni ógleymanlegu ferð minni til Is-
^bds hefi eg lýst ítarlega i ritgerð I
jjt ariti félagsins, sem nú er að koma
Vis°l= 8et því verið stuttorður um hana.
þ^Ss atriði í sambandi við ferðina eiga
sk' etUr 11611113 1 þessari greinargerð,
aj]srslu minni til þingsins og félagsfólks
ihittð VUr að sjálfsögðu aðalhlutverk
að flytja hinum nýkjörna forseta
inn-ndS’/ikisstjórninni og íslensku þjóð-
Vesj bróðurlegar kveðjur og heillaóskir
ins ar'íslendinga og Þjóðræknisfélags-
17 lýdveldishátíðinni að Þingvöllum
það '1UnS ’ íafnframt notaði eg eðlilega
einstæða tækifæri til þess að þakka
ríkisstjórn og þjóð fyrir margvísleg vin-
áttumerki í vorn garð, sem og öðrum
velunnurum vorum, er þar áttu sérstak-
lega hlut að máli, svo sem Þjóðræknis-
félaginu á Islandi.
Eg hefi áður sagt það, bæði á íslend-
ingadeginum að Gimli og víðar, en vil
endurtaka það hér úr forsetastól, að
kveðjunum héðan vestan um haf var
tekið svo frábærlega vel af þúsundun-
um á lýðveldishátíðinni að Þingvöllum,
að mér mun aldrei úr minni líða. Var
það auðfundið þá hátíðlegu stund að
heimaþjóðinni brennur glatt í huga eld-
ur ræktarseminnar til þjóðsystkina
sinna hérna megin hafsins. Sömu söguna
var að segja annarsstaðar á landinu, er
eg flutti kveðjur íslendinga vestan hafs
og lýsti að nokkru lífi þeirra og starfi á
mjög fjölmennum samkomum í öllum
landshlutum.
Eins og menn muna, sýndi herra
Sveinn Björnsson, þáverandi ríkisstjóri
íslands, Þjóðræknisfélaginu þá miklu
sæmd að gerast, ásamt landstjóra Can-
ada, verndari þess á aldarfjórðungsaf-
mælinu í fyrra. Var það hið fyrsta opin-
bera verk mitt eftir að til Islands kom
að afhenda honum, í viðurvist ríkis-
stjórnarinnar, heiðursskirteini frá fé-
laginu; en síðasta opinbera verk mitt,
rétt áður en eg lagði af stað heimleiðis,
var að afhenda honum, sem forseta Is-
lands, að forsætis- og utanríkisráðherra
viðstöddum, hina áletruðu eirtöflu, sem
Þjóðræknisfélagið sendi íslensku þjóð-
inni í nafni Vestur-íslendinga í tilefni
af lýðveldishátíðinni. Þakkaði forseti
Islands báðar þessar sendingar með
fögrum vinar -og viðurkenningarorðum
í garð Islendinga í landi hér og með
hinum hlýjustu óskum og kveðjum til
þeirra allra.
Er skemst frá því að segja, að eg átti,
sem fulltrúi ykkar, hinum ágætustu við-
tökum að fagna, eigi aðeins af hálfu for-
seta Islands og ríkisstjórnarinnar, held-
ur einnig af hálfu þjóðarinnar allrar.
Er mér ljúft og skylt að geta sérstaklega
ihinnar miklu vinsemdar og örlátu fyrir-
greiðslu, sem eg naut af hálfu utanríkis-
ráðherra og utanríkisráðuneytisins. —