Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Blaðsíða 112

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Blaðsíða 112
90 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA hann tapað hægri handleggnum í slysi, sem aldrei var hægt að fá hann til að tala um. Hann átti búð, og seldi hljóðfæri, bækur og annað það, er að hljómlist laut. Þar hafði hann skap- að sér umhverfi og andrúmsloft und- arlega heillandi fyrir Arnold. Oft hafði hann komið þar inn geðleiður og fótasár, en farið þaðan glaður og hress. Þrátt fyrir það að gamli maðurinn var rammur íslendingur, áttu þeir samt svo margt sameiginlegt á and- legu sviðunum, að Arnold gat talað við hann um sínar innri þrár og fram- tíðarvonir, sagt honum frá því hvað braut skáldsins var grýtt og ill yfir- ferðar. Þeir áttu báðir listrænt eðli. Þótt aldursmunur þeirra væri nokkur, píanóleikarinn einhentur og skáld- ið tapaði stundum vitinu út í veður og vind — tapaði minninu, gátu þeir samt svifið sameiginlega inn í æðri heima. En til gamla mannsins kom hann aldrei ölvaður um of, því sá ljóður var á ráði þessa vinar hans, að hann smakkaði ekki. vín. Það voru nú líklega ekki lýti — en þar um varð engu þokað og allir hafa einhverja galla við að stríða. Arnold gekk hægt suður Leifs Ei- ríkssonar brautina, sem á sýningar- svæðinu var kölluð fánagata sökum þess að þar blöktu nú á báðar hendur voldugir og marglitir fánar frá öllum álfum heims. Það var nógu gaman að hugsa sér að vindurinn veifaði fánum þjóðanna svona rösklega til heiðurs nafni fyrsta hvíta mannsins, sem fann undralönd vestursins. Leifur var fs- lendingur, fæddur á íslandi. Hvers- vegna létu nú íslendingar ekkert á sér bera á þessari alþjóða sýningu? Norðmenn sendu hingað skip og Þjóðverjar Zeppelin, sem leið hægt fram og aftur yfir vatninu. íslend- ingum hefði verið það innan handar að hafa víkinga skip til sýnis, sigla um vatnið með Leif í stafni. Hvar var nú öll þeirra dýrkun á sinni forn- aldar frægð og fornaldar menningu? Fornaldarmenning! Hann hafði ekki minst með einu orði á menningarsögu fortíðarinnar í gærkvöldi. Ekki sagt orð um hámenningu horfinna kyn- slóða, er voru löngu grafnar og gleymdar og hugvit þeirra hulið, að mestu, rökkurslæðum aldanna. Hér á sýningunni voru þó sýnd mörg Grettistök liðinna alda. Framþróun aldanna var hér greinilega rakin og hann hafði í morgun horft eins og glópur á sögu jarðarinnar, sem vís- indamennirnir lásu nú fullum fetum og gáfu fólki kost á að kynnast, ítar- lega, hversu undursamleg sú saga er, hversu sannsögull söguritari móðir jörð hefir verið frá alda öðli. Sköpunarsögu mannanna og fram- þróun þeirra hafði hún ekki gleymt- Fyrsta lítilfjörlega mannveran, sem kemur til skjalanna í bókfellum jarð- ar, var á ferðinni fyrir þúsund þús- undum ára. Aldirnar liðu og mann- kynið heldur áfram, þótt risavaxin dýr líði undir lok, heldur áfram og markar spor í sand tímans með löngu millibili, dauf spor sem skýrast smám saman og sýna framþróun. Hönd rétti hendi hugur hug í þessari undarlegt* og undraverðu sköpunarsögu mann- kynsins. Um óraleið aldanna hafa gengió sárfættir menn og fylgt eftir þeim ó- ljósa draum, að einhverntíma yt®1 sköpun mannsins lokið, listaverkið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.