Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Blaðsíða 112
90
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
hann tapað hægri handleggnum í
slysi, sem aldrei var hægt að fá hann
til að tala um. Hann átti búð, og seldi
hljóðfæri, bækur og annað það, er að
hljómlist laut. Þar hafði hann skap-
að sér umhverfi og andrúmsloft und-
arlega heillandi fyrir Arnold. Oft
hafði hann komið þar inn geðleiður
og fótasár, en farið þaðan glaður og
hress.
Þrátt fyrir það að gamli maðurinn
var rammur íslendingur, áttu þeir
samt svo margt sameiginlegt á and-
legu sviðunum, að Arnold gat talað
við hann um sínar innri þrár og fram-
tíðarvonir, sagt honum frá því hvað
braut skáldsins var grýtt og ill yfir-
ferðar. Þeir áttu báðir listrænt eðli.
Þótt aldursmunur þeirra væri nokkur,
píanóleikarinn einhentur og skáld-
ið tapaði stundum vitinu út í veður
og vind — tapaði minninu, gátu þeir
samt svifið sameiginlega inn í æðri
heima. En til gamla mannsins kom
hann aldrei ölvaður um of, því sá
ljóður var á ráði þessa vinar hans, að
hann smakkaði ekki. vín. Það voru nú
líklega ekki lýti — en þar um varð
engu þokað og allir hafa einhverja
galla við að stríða.
Arnold gekk hægt suður Leifs Ei-
ríkssonar brautina, sem á sýningar-
svæðinu var kölluð fánagata sökum
þess að þar blöktu nú á báðar hendur
voldugir og marglitir fánar frá öllum
álfum heims. Það var nógu gaman að
hugsa sér að vindurinn veifaði fánum
þjóðanna svona rösklega til heiðurs
nafni fyrsta hvíta mannsins, sem fann
undralönd vestursins. Leifur var fs-
lendingur, fæddur á íslandi. Hvers-
vegna létu nú íslendingar ekkert á
sér bera á þessari alþjóða sýningu?
Norðmenn sendu hingað skip og
Þjóðverjar Zeppelin, sem leið hægt
fram og aftur yfir vatninu. íslend-
ingum hefði verið það innan handar
að hafa víkinga skip til sýnis, sigla
um vatnið með Leif í stafni. Hvar
var nú öll þeirra dýrkun á sinni forn-
aldar frægð og fornaldar menningu?
Fornaldarmenning! Hann hafði ekki
minst með einu orði á menningarsögu
fortíðarinnar í gærkvöldi. Ekki sagt
orð um hámenningu horfinna kyn-
slóða, er voru löngu grafnar og
gleymdar og hugvit þeirra hulið, að
mestu, rökkurslæðum aldanna. Hér
á sýningunni voru þó sýnd mörg
Grettistök liðinna alda. Framþróun
aldanna var hér greinilega rakin og
hann hafði í morgun horft eins og
glópur á sögu jarðarinnar, sem vís-
indamennirnir lásu nú fullum fetum
og gáfu fólki kost á að kynnast, ítar-
lega, hversu undursamleg sú saga er,
hversu sannsögull söguritari móðir
jörð hefir verið frá alda öðli.
Sköpunarsögu mannanna og fram-
þróun þeirra hafði hún ekki gleymt-
Fyrsta lítilfjörlega mannveran, sem
kemur til skjalanna í bókfellum jarð-
ar, var á ferðinni fyrir þúsund þús-
undum ára. Aldirnar liðu og mann-
kynið heldur áfram, þótt risavaxin
dýr líði undir lok, heldur áfram og
markar spor í sand tímans með löngu
millibili, dauf spor sem skýrast smám
saman og sýna framþróun. Hönd rétti
hendi hugur hug í þessari undarlegt*
og undraverðu sköpunarsögu mann-
kynsins.
Um óraleið aldanna hafa gengió
sárfættir menn og fylgt eftir þeim ó-
ljósa draum, að einhverntíma yt®1
sköpun mannsins lokið, listaverkið