Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Blaðsíða 124
102
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
hafi hátíðin jafnframt glöggvað skiln-
ing þjóðarinnar sjálfrar á menningar-
arfi hennar og hlutverki. Mætti það
einnig verða oss Islendingum í landi
hér áminning um það, að þau sögu- og
menningarverðmæti, sem vér höfum
hlotið frá ættjörðinni eiga ennþá “Mátt,
er skapar virðing allra þjóða”, eins og
Hulda skáldkona orðaði það heppilega í
kvæði sínu “Hugsað vestur”, sem ort var
til Islendinga hérna megin hafsins í til-
efni af lýðveldishátíðinni, og er hvort-
tveggja í senn drengileg kveðja og fögur.
Sálarrætur vor allra, sem íslenskt blóð
rennur í æðum, liggja djúpt í mold og
menningar-jarðvegi ættjarðar vorrar!
Þessvegna fórust Jóhannesi úr Kötlum
bæði fagurlega og viturlega orð um hin
nánu tengsl manns við ættlandið er
hann segir í fyrnefndu hátíðarkvæði
sínu:
“ævi vor á jörðu hér
brot af þinu bergi er,
blik af þínum draumi.”
Af ræktarsemi við ætternislegan upp-
runa sinn og af hollum trúnaði við
menningarerfðir sínar hefir fjöldi fólks
af íslenskum stofni í landi hér lagt
starfsemi Þjóðræknisfélagsins lið und-
anfarinn aldarfjórðung; og enn á fé-
lagið djúpstæð, og áreiðanlega sum-
staðar vaxandi ítök í hugum fjölmargra
íslenskra manna og kvenna víðsvegar
um þessa álfu, sem unna og vinna mál-
stað þess og skilja hvert menningar-
legt tap það er og ófrjótt til einstakl-
ingsþroska að slitna úr sambandinu við
uppruna sinn og láta menningarverð-
mæti sín fara forgörðum.
Með einlægum söknuði minnumst vér
hinna ágætu félagsskystkina, sem horfið
hafa úr hópnum á árinu út í móðuna
miklu. Má þar fyrst telja tvo heiðurs-
félaga Þjóðræknisfélagsins, þá dr. B. J.
Brandson og dr. C. H. Thordarson, sem
afburðamenn voru hvor á sínu sviði og
borið höfðu viða hróður þjóðstofns vors.
Aðrir félagsmenn og konur, sem fallið
hafa frá á árinu, eru þessir, eftir því,
sem mér er kunnugt um: Þórður Bjarna-
son, Selkirk; Ásbjörn Eggertson, Winni-
peg; Jón Sigfússon Gillis, Brown; Pálína
Guðlaug Goodman, Wynyard; Ingibjörg
Thordarson, Selkirk; Thorgils Thorgeirs-
son, æfifélagi, Winnipeg; Bjöm Sæ-
mundsson Líndal, Winnipeg; Björn
Methusalemsson, Ashern; Málfríður Ein-
arsson, Hensel, N. Dak.; Sigurður Bjama-
son, Winnipeg; Jónas Kristján Jónasson,
Winnipeg; Inga Thorlákson, Calgaryl
Magnús Snowfield, Seattle, Wlash.; Sig-
mundur Laxdal, Blaine, Wash.; Bjarni
Jones, Minneota, Minn.; Thorlákur Thor-
finnsson, Mountain, N. Dakota; Eiður
Johnson, Selkirk; Goðmunda Þorsteins
son, Winnipeg.
I þessum hóp voru menn eins og
Thorlákur Thorfinnsson, Sigmundur
Laxdal og Jón Sigfússon Gillis, sem ver-
ið höfðu árum saman forystumenn þjúð-
ræknisdeildar sinnar og jafnan reiðu-
búnir að vinna málstað vorum gagn-
Svipuðu máli gegnir um aðra í hópnum,
og eftirsjá er að þeim öllum úr fækk-
andi fylkingu eldri kynslóðar vorrar,
sem grundvöllinn lagði að félagslegr'
starfsemi vorri á ýmsum sviðum. Þökk-
um vér þeim öllum samstarfið í þágu
vorra sameiginlegu áhugamála og tjá'
um skyldmennum þeirra einlæga hlut'
tekning vora. Heiðrum svo minning11
vorra föllnu samherja með því að rísa
á fætur.
Útbreiðslumál
I útbreiðslumálunum er það fyrst og
ánægjulegast til frásagnar, að stofnu3
var á árinu (28. maí s. 1.) fjölmenn ÞÍóð'
ræknisdeild í Blaine, Wash. Er það sér-
staklega að þakka áhuga og ötulli vlð
leitni séra Alberts E. Kristjánsson, fýrV'
forseta félags vors og umboðsmanni ÞeSs
á vesturströndinni, ásamt góðum stuðn-
ingi annara áhrifamanna og kvenna a
þeim slóðum, sem velviljaðir eru félags
skap vorum, eins og lýsir sér í embættis
mannavali hinnar nýju deildar: F°rsel’'
séra A. E. Kristjánsson; vara-forseti, k1-
G. Johnson; ritari, séra G. P. Johnson-
vara-ritari, Mrs. G. P .Johnson; féhirðir’
Andrew Danielson; vara-féhirðir, Svellin
Westford; fjármálaritari, H. S. Hel£a