Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Blaðsíða 43
ÓÐUR TIL VESTANVINDSINS
21
er blanda ilmi sjávarloftið tært.
Þú sem um Atlants ölduvíða geim
öruggum fótum kafar djúpsins skál,
og sjávarurt, í botnsins hulda heim,
hræðist þá rödd, er talar stormsins mál;
sem fjóla á hausti fölnar hún og deyr
í faðm hins mikla djúps; ó heyr, ó heyr.
Ef fokið gæti eg, líkt og visið lauf
og lyft þú fengir mér á skýjavæng.
Væri eg sú alda er yfirborðið rauf,
og afl þitt fyndi í loftsins mjúku sæng;
en aðeins kynni afli veg og hóf.
Eða, sem fyr á tíð, eg leiddist með,
er fram þú gekst og ársins voðir óf
þín iðjuhönd, með karlmanns svip og geð;
þú aldrei hefðir ráðlaus reynt né séð,
á reynslustund, mig fella höfug tár.
Ó lyft þú mér, sem laufi, skýjum með!
Eg ligg á þyrnum, og með blóðug sár!
Því dagsins stríð í læðing lagði mig,
sem líkist þér í flestu og elska þig.
Ger mig að hörpu þinni; hrjúfan skóg,
þó haustlauf beggja falli um ævikvöld.
Úr hljómum þeirra harpan þín fær nóg
af hverfulleikans mikla tónafjöld,
með harmblæ dags. Mitt hjarta vakna og sál!
Minn hugur rís, og tak til starfs á ný.
Rek sýktan vilja, vonlaust stundar tál
sem visin lauf, með stormsins þunga gný.
Nýtt líf þú vek, með svip í glöðum söng,
og sigurorð þitt breið um víðan geim,
sem glóðir elds, um dægrin dimm og löng;
af dvala vek þú líf um myrkan heim.
Kveður ei Vetur sjálfur vorsins brag,
með veðurspá um fegri og sælli dag?
S. E. Björnsson