Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Blaðsíða 29

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Blaðsíða 29
J. MAGNÚS BJARNASON 7 kappsamur og fylginn sér, var hann ekki alskostar ánægður með úrslitin, sem voru hin sömu, hvað ofan í ann- að. — Alt vegna meinleysis og rolu- skapar Magnúsar. Og gekk þetta svo langt, að öll þau ár sem Magnús bjó á Arnheiðarstöðum, kom aðeins eitt mál bygðarbúa fyrir rétt. — Sækjandi tók kæruna til friðdómara í annari bygð. Ástríða Magnúsar til að gleðja aðra, knúði hann oft til afskifta á annara högum. Fyrsta vorið sem við áttum heima á Geysi, vorum við bróð- ir minn á gangi eftir Geysirbraut, eins og vegurinn austur að vatninu er nefndur. Einhver var nýbúinn að kveikja í sinunni á vegarstæðinu. — Þetta var í fyrsta skifti sem við höfð- um séð logana læsa sig eftir sinu- flókanum og dansa eins og litla ljós- álfa eftir skraufþurrum girðingar- renglum. Okkur varð starsýnt á þetta, svo við stöldruðum við, en héldum svo heim. Rétt á eftir okkur kom óku'nnur maður heim á hlaðið. Hafði hann orð á eldinum, og hélt svo leiðar sinnar. Næsta morgun var sú frétt flogin út um bygðina, að Geysis-strákarnir hefðu borið eld að girðingu næsta nágrannans. — Faðir okkar var við fiskivéiðar niður við vatn, og barst fregnin til hans. Hafði hann auðsjáanlega trúað sögunni, og var þögull og þungur á brún, þegar eg sá hann næst. Um Magnús var öðru máli að gegna. Um hádegi, daginn eftir brun- ann, kom hann hlaupandi heim að Ueysi. Ekkert erindi átti hann ann- að en að fullvissa móður mína um, að við bræður værum saklausir og mundum ekki hljóta neitt ilt af þess- ari missögn um uppruna eldsins. Síð- ar minntist hann ekki á þetta við mig; og þegar eg reyndi að grafast eftir hvernig hann einn hefði vitað, að við vorum saklausir af að hafa kveikt í, svaraði hann því, að hann vissi það, og það væri sér nóg. En margt ómak- ið mun hann hafa tekið á sig, áður en fréttin féll í gleymsku. Þetta sama ár, snemma morguns, annars ágústmánaðar, var eg við slátt með föður mínum, í mýrunum fyrir sunnan Geysi. Hitinn og mýbitið voru upp á það versta, og kominn sá tími sumars, þegar fætur okkar féllti í sár af að standa daglega í eitruðu mýravatninu. Mig dreymdi vakandi við orfið — um dýrðina á Hnausum. Þennan dag átti að halda þar upp á íslendingadaginn. — Þar mundi fólk ganga frjálsmannlegt í sparifötun- um, og blessað kulið af vatninu sigr- ast á hitasvækjunni og sópa mýinu út í skóg. Fyrst á morgnana var eg vanur að fylgja föður mínum eftir við sláttinn, með því að taka mjóan skára. En :í þetta sinn var eg á eftir; og hann var kominn löngu á undan mér til baka þar sem slægjan byrjaði; og þegar eg sneri við, sá eg að hann var á tali við mann, meðan hann brýndi. Þar var Magnús kominn. Ekki veit eg hvað þeim hafði farið á milli, en þegar faðir minn spurði mig hvort mig langaði nokkuð til að fara á íslend- ingadaginn, hefði auðveldlega mátt telja mér trú um, að Magnús væri göldróttur. Að karl gaf mér farar- leyfi, svona um hábjargræðis tímann, var mér eins óskiljanlegt, eins og hitt, hvaðan “inngangs í garðinn”, væri að vænta — full fimtán cents! En Magnús réði úr því. Um leið og hann svaraði fyrir mig — það væri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.