Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Blaðsíða 150
128
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Jafnframt því sem stjórnarnefnd Þjóð-
ræknisfélagsins sendir deildum þess hjá-
lagða áskorun frá deildinni i Árborg,
vill nefndin eindregið hvetja aðrar deild-
ir til þess að taka umrædda deild til
fyrirmyndar um fjársöfnun til styrktar
hinum vinsæla rithöfundi og afbragðs-
manni, J. Magnúsi Bjarnason. Er hér
eigi aðeins um þjóðræknismál að ræða,
heldur einnig um mikið nauðsynjamál,
því að þau hjónin eru nú mjög farin að
heilsu og eiga við mikil veikindi að
stríða. Stuðningur þeim til handa er þvi
bæði í fylsta máta timabær og þarfur
að sama skapi.
Með þetta í huga viljum við i stjórn-
arnefnd félagsins mælast til þess við
deildirnar, að þær bregðist sem best við
þessari málaleitun. Fjárupphæðir þær i
rithöfundasjóð til styrktar J. Magnúsi
Bjarnason, sem þannig safnast, er greið-
ast að senda féhirði félagsins, G. L. Jó-
hannson, Winnipeg, og skal ekki á því
standa, að þeim verði komið í hendur
hins aldurhnigna skálds án tafar.
Með bestu kveðjum.
Vinsamlegast,
forseti skrifari
Mrs. María Björnsson gerði grein fyrir
gangi málsins, heima fyrir, og mælti á-
eggjunarorðum til deilda snertandi fjár-
söfnun í sama tilgangi.
Útgáfumál, 12 liður á dagskrá var nú
tekinn fyrir. Tillaga Miss Sigurrósar
Vídal er Mrs. Herdís Eiríksson studdi að
þriggja manna þingnefnd sé skipuð.
Þessir voru skipaðir í nefndina:
Séra H. E. Johnson
Sveinn Thorvaldson
Haraldur ólafsson.
Útgófunefndarólit
1. Þingið þakkar ritstjóra Tímarits-
ins, Gísla Jónssyni, fyrir hans ágæta
starf sem ritstjóra Tímaritsins.
2. Sömuleiðis þakkar þingið Mrs. P.
S. Pálsson fyrir dugnað hennar og áhuga
í því að safna auglýsingum fyrir ritið.
3. Ennfremur vottar þingið hr. Árna
Eylands forseta Þjóðræknisfélagsins *
Reykjavík og öðrum mætum félagS'
bræðrum hans, þakkir fyrir að útbreið3
ritið á íslandi.
4. Þingið felur væntanlegri stjórn-
arnefnd Þjóðræknisfélagsins að sjá um
útgáfu Tímaritsins með svipuðu fyrir'
komulagi og að undanförnu og ráða rit-
stjóra, og sjá um aðrar framkvsemdir
málsins.
—Nefndin í útgáfunefnd, 27. febr. 1945-
H. E. Johnson
H. Ólafsson
S. Thorvaldson
Ný mól
Tillaga deildarinnar “Esjan”, um ny
skýrsluform fyrir deildir lá nú fyr’r
þinginu.
Tillaga
Með því að fulltrúar og aðrir gestir e'
setið hafa þjóðræknisþing undanfarin a
hafa kvartað yfir því að skýrlur fr^
deildum tækju upp of mikinn tíma, vm
í mörgum tilfellum ömurlega leiðinlejf
ar og stundum jafnvel alveg út í Þo ^
Leyfir Esjan sér að gera tillögu ue
breytingu á þessum starfslið þings111
að framvegis semji stjórnarnefnd félaS
ins starfsskrá (forms) í spurninga f°r !
sendi þessar spurningar til deildanna
tæka tíð og svörin síðan lesin á þingu
—Samþykt á ársfundi Esjunnar,
28. janúar 1945.
Séra H. E. Johnson bar fram tillögu ^
H. I. Hjaltalín studdi, að málið sé te
til umræðu á þinginu. SamþyW- g
Séra H. E. Johnson lagði til að ben^a
deildarinnar “Esjan” sé tekin til S1 _
og henni vísað til væntanlegrar stj
arnefndar. Stutt af Mrs. Maríu Bjöms
og samþykt. ^
H. I. Hjaltalín hóf svo umræður^u
viðhald íslenskrar tungu og ke g(,
hennar í miðskólum Bandaríkjann ^
Canada. Vék hann að nauðsyn se^ jg.
því væri að greiða fyrir ferðum 1