Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Blaðsíða 58

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Blaðsíða 58
IFirái HaodlffiáLmsölcIiiiKii Eftir Guttorm J. Guttormsson Þegar þið, góðir hálsar, ferðist í ykkar fítons vögnum um eggslétta vegi hins forna landnáms, Nýja-ís- lands, og sjáið til beggja handa reisu- leg bændabýli, kauptún og háa kirkjuturna, væri vel ef þið mintust þess, að í þann tíð sem hinir fyrstu íslensku landnámsmenn settust hér að, var hér hvorki vatn né land þ. e. a. s. það var ekki nógu þurt til að vera land, og ekki nógu blautt til að vera vatn. En til þess að vaða ekki upp í konungsnef og komast á þurran blett, hafa þurt undir fótum, var eina ráðið að róa á lekalausum dalli út á Winnipeg vatn. Guð lagði því bara efnið til í land- ið, og það heldur lélegt, en mennirn- ir sköpuðu það í þeirri mynd sem það nú er. í fljótu bragði virðist ekki hafa verið nauðsynlegt að skapa land þar eð nóg var til “ready made”. En þess ber að gæta að alt það land var upp- étið af engisprettum. Og því til af- sökunar að íslenskir innflytjendur voru sendir hingað er það, að Nýja- ísland var þá svo vont að engisprett- urnar vildu það ekki, þær treystu sér ekki til að lifa á því, og heldur en leggja sér það til munns drápust þær, svo að líkkösturinn var sex fet á hæð í Rauðárósunum. Hinum fyrstu íslensku landnáms- mönnum er helgaður heiðurinn fyrir þetta mikla sköpunarverk, en guðs er ekki getið. Vil eg ekkert úr heiðri þeirra draga. Þeir voru að minsta kosti upphafsmenn, forvígismenn og frumherjar fyrir tilstilli örlaganna. En þeir báru ekki alla byrðina, ekki allan kostnaðinn sem flaut af sköp- unarverkinu. Það hafa allir íbúar bygðarinnar gert, ungir og gamlir, í hartnær sjötíu ár. Minnisvarði land- nemanna, sem stendur á Gimli, hefir því orðið táknrænn af tilviljun; smá- steinarnir eru auðvitað íbúar sveit- arinnar, en þetta heljarbjarg sem hvílir ofan á þeim mun eiga að tákna sveitarstjórnina. Því var í fyrndinni haldið fram af ýmsum, að það væri úrkast íslensku þjóðarinnar, sem flutst hefði til þessa lands. Þá voru aðrir sem staðhæfðu að úrkastið væri hið raunverulega úr- val, því það veldist úr því sem eftir yrði, en það sem eftir yrði veldist ekki úr því sem færi og væri því ekki úrval. Sannleikurinn er sá, að þessir innflytjendur voru upp og ofan, eins og gerist og gengur, afburðamenn, meðalmenn og liðléttingar, þeir síð- astnefndu í miklum minnihluta. Um andlegt atgervi heyrði eg lítið talað. Þó heyrði eg getið um einn sem talinn var spekingur, en spekina heyrði eg aldrei. Reyndar er það enginn mælikvarði, því vitrir menn hafa það til að segja vitleysu, en heimskir menn háfleyga speki óafvit- andi. Aftur á móti var líkamlegt at- gervi mjög í hámælum haft, eins og til dæmis, þegar bátur fraus niður útí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.