Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Qupperneq 58
IFirái HaodlffiáLmsölcIiiiKii
Eftir Guttorm J. Guttormsson
Þegar þið, góðir hálsar, ferðist í
ykkar fítons vögnum um eggslétta
vegi hins forna landnáms, Nýja-ís-
lands, og sjáið til beggja handa reisu-
leg bændabýli, kauptún og háa
kirkjuturna, væri vel ef þið mintust
þess, að í þann tíð sem hinir fyrstu
íslensku landnámsmenn settust hér
að, var hér hvorki vatn né land þ. e.
a. s. það var ekki nógu þurt til að vera
land, og ekki nógu blautt til að vera
vatn. En til þess að vaða ekki upp
í konungsnef og komast á þurran
blett, hafa þurt undir fótum, var eina
ráðið að róa á lekalausum dalli út á
Winnipeg vatn.
Guð lagði því bara efnið til í land-
ið, og það heldur lélegt, en mennirn-
ir sköpuðu það í þeirri mynd sem það
nú er.
í fljótu bragði virðist ekki hafa
verið nauðsynlegt að skapa land þar
eð nóg var til “ready made”. En þess
ber að gæta að alt það land var upp-
étið af engisprettum. Og því til af-
sökunar að íslenskir innflytjendur
voru sendir hingað er það, að Nýja-
ísland var þá svo vont að engisprett-
urnar vildu það ekki, þær treystu sér
ekki til að lifa á því, og heldur en
leggja sér það til munns drápust þær,
svo að líkkösturinn var sex fet á hæð
í Rauðárósunum.
Hinum fyrstu íslensku landnáms-
mönnum er helgaður heiðurinn fyrir
þetta mikla sköpunarverk, en guðs
er ekki getið. Vil eg ekkert úr heiðri
þeirra draga. Þeir voru að minsta
kosti upphafsmenn, forvígismenn og
frumherjar fyrir tilstilli örlaganna.
En þeir báru ekki alla byrðina, ekki
allan kostnaðinn sem flaut af sköp-
unarverkinu. Það hafa allir íbúar
bygðarinnar gert, ungir og gamlir, í
hartnær sjötíu ár. Minnisvarði land-
nemanna, sem stendur á Gimli, hefir
því orðið táknrænn af tilviljun; smá-
steinarnir eru auðvitað íbúar sveit-
arinnar, en þetta heljarbjarg sem
hvílir ofan á þeim mun eiga að tákna
sveitarstjórnina.
Því var í fyrndinni haldið fram af
ýmsum, að það væri úrkast íslensku
þjóðarinnar, sem flutst hefði til þessa
lands. Þá voru aðrir sem staðhæfðu
að úrkastið væri hið raunverulega úr-
val, því það veldist úr því sem eftir
yrði, en það sem eftir yrði veldist
ekki úr því sem færi og væri því ekki
úrval. Sannleikurinn er sá, að þessir
innflytjendur voru upp og ofan, eins
og gerist og gengur, afburðamenn,
meðalmenn og liðléttingar, þeir síð-
astnefndu í miklum minnihluta.
Um andlegt atgervi heyrði eg lítið
talað. Þó heyrði eg getið um einn
sem talinn var spekingur, en spekina
heyrði eg aldrei. Reyndar er það
enginn mælikvarði, því vitrir menn
hafa það til að segja vitleysu, en
heimskir menn háfleyga speki óafvit-
andi. Aftur á móti var líkamlegt at-
gervi mjög í hámælum haft, eins og
til dæmis, þegar bátur fraus niður útí