Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Blaðsíða 53
tcristmann guðmunpsson
31
nokkur merki til breytingar í hinum
síðari bókum, svo sem t. d. í Lampan-
um, Gyöjunni og uxanum og Nátt-
trölliö glottir. í þessum bókum öll-
um verður vart eigi alllítils tvískinn-
ungs í ástinni, er minnir á hið gamal-
kunna kristna sjónarmið um andann
°g holdið. Er heiðinginn að snúast í
kristinn meinlætamann? Að vísu er
mjög langt frá því, en þó er það ekki
ólíklegt að einhver breyting verði á
hinum síðari bókum Kristmanns í
þessum efnum, virðist mér Nátttröll-
ið glottir benda í þá átt.
★
Síðan Kristmann settist að á ís-
landi, hefir hann skrifað fjölda af
sniásögum og greinum fyrir blöð og
tímarit. Þessum skrifum hefir ekki
verið safnað fremur en því, er hann
skrifaði af sama tagi í blöð og tímarit
á Norðurlöndum, einkum Noregi. Ein
af smásögunum, Arma Ley hefir þó
verið gefin út í kvers formi (Reykja-
vík 1940).
Bækur Kristmanns hafa eigi aðeins
notið vinsælda á Norðurlöndum,
heldur hafa þær verið þýddar á f jölda
mála bæði í Evrópu og jafnvel í Asíu
(Kína). Á ensku hafa komið þrjár
bækur eftir hann: The Bridal Gown
(New York 1931), Morning of Life
(New York 1936) og Winged Citadel,
sem áður er nefnd.
Á íslensku hafa þessar bækur hans
verið þýddar: Morgunn lífsins
(þýddur af G. G. Hagalín; Akureyri
1932), Brúöarkjóllinn (þýddur af
Árm. Halldórssyni; Rvík 1933),
Bjartar nætur (sami þýðari, Rvík
1934), Börn jaröar (þýdd af höfundi
(?), Rvík 1935), Lampinn (þýdd af
höf., Rvík 1936), Ströndin blá (þýdd
af höf., Rvík 1940).
Eins og sést af þessum lista kom
Lampinn samtímis út á íslensku og
norsku, en fyrra bindi Gyöjunnar og
uxans kom fyrst út á íslensku. Síð-
asta bók hans Nátttröiliö glottir mun
aðeins hafa komið út á íslensku.
Eg dhr’eMs. sfeál
BROT ÚR KVÆÐAFLOKKl
Eftir S. B. Benediktsson
Eg uni ei því, að bera hlekk um hals,
mín hugsjón er, að maðunnn se rja s,-
því f jötrar andans valda verstri kvoi
og verstri kúgun, sem er — hmdrun mals.
Að breyta vel eru lífsins bestu laun,
en læra það, er mannsins stærsta raun,
því réttlætið er ókunn eyðimork
í andans ríki — kolsvart brunahraun.
Eg drekk þess skál, sem hnýtir bróðurband,
og brautir ryðja vill um sannleiks land.
Eg drekk þess skál, sem öllu góðu ann,
og engu lífi vinnur böl né grand.