Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Blaðsíða 108
86
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Grótta, sem malaði alla andagift
mjölinu smærra. Arnold hafði aldrei
ætlað sér að verða blaðamaður, held-
ur rithöfundur, sem skrifaði bækur,
skáld, sem semdi leiki og sögur. Og
nú hafði hann langa sögu í huga, sem
honum gafst aldrei tími til að byrja
á að rita; en einhverntíma ætlaði
hann samt að skrifa hana. Blaða-
mensku sína hafði hann stundað með
það eitt fyrir augum, að kynnast líf-
inu í sem flestum myndum. Hann
var að leita sér að lífsreynslu og fékk
hana í fullum mæli í öllum sínum
erjum við blöð og ritstjóra.
Af og til á liðnum árum hafði hann
skrifað smávegis riss af ýmsu tæi.
Smáleiki, stuttar sögur og kvæði í
lausu rími, hafði hann sent hinu eða
þessu blaði eða tímariti. Flest af
þessum skrifum sínum hafði hann
fengið endursend, ýmist með vinsam-
legum orðum eða illkvittnum aðfinsl-
um. Það voru fleiri rit en dagblöðin,
sem völdu efni eftir forskrift. Þessir
sneplar reyndu að marka skáldunum
bás, leggja þeim fyrir, hvað þau ættu
að segja, nema þegar um fræg skáld
var að ræða. Frá þeim var alt gott,
því blöðin þorðu ekki annað en dáðst
að þeim, af hræðslu við almennings-
álitið. Hann hafði ekki haft lag á
því, að koma sér í mjúkinn við rit-
stjórana eða almenningsálitið. Jú
einu sinni, og hann varð að drekka
sig fullan til að hreinsa þá smán úr
huga sér.
Þreyttur og í vígahug hafði hann
komið, að kvöldi til, snemma í vor,
inn á eina af þessum frægu knæpum
borgarinnar, sem ögraði landslögun-
um og lögreglunni með því að hlýða
kröfum gestanna. Hann fékk sér þar
einn hjartastyrkjandi og kannske
fleiri. Enda hafði hann þarfnast þess
í meira lagi. Hann hafði sagt upp
vinnu, þá um daginn, við blað, sem
hann hafði verið fréttaritari fyrir um
æði langan tíma. Nýlega hafði hanr*
þá verið hækkaður þar svo í tigninni,
að hann var farinn að skrifa stuttar
greinar undir nafni um hitt og þetta,
er hann sá og heyrði á tölti sínu út
um borgina.
Hann hafði verið syngjandi glaðui'
yfir því, að fá tækifæri til að skriD
eitthvað annað en fréttir, sem honum
leiddist að elta. Þarna gafst honum
færi á að skrifa eitthvað af viti upp a
eigin spýtur. En sú gleði varð skamm-
vinn. Bestu greinum hans var stung'
ið undir stól. Hinar, sem komu, voru
sundur bútaðar, alt tekið úr þeim.
sem vit var í. Hann undi þessu illa og
töluverðar urgur höfðu orðið um
þessar greinar milli hans og ritstjór-
ans, sem sá um þá deild blaðsins, er
hann skrifaði í. Ritstjórinn sagð1
honum að hann væri að hlaupa fram
fyrir skjöldu og skrifaði eins og
bandvitlaus maður um málefni, sem
hann bæri ekkert skyn á, og skipaði
honum að skrifa útúrsnúningalaust
um daglega viðburði, sem fólk hefðJ
gaman af að lesa um, að öðrum kosti
mundu dagar hans við blaðið taldit-
Arnold var maður, sem ekki þoldi
kúgun og nú hafði hann hugsað sét
að launa ritstjóranum lambið gráa
Skömmu síðar var hann á ferð árÞ
morguns, því hann hafði “aukið deg1
í æviþátt”, vakað og glaðst með glo^'
um um nóttina. Hann gekk í hmgð'
um sínum og var að hugsa um a^
framundan lægi nú strit dagsit1®’
Hann varð að finna efni í grein, nóga