Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Blaðsíða 110
88
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
manna húsum hæft, einhver hafði
gleymt þessu riti eða skilið það eftir.
Hann fletti því og las svo eina af
þessum sögum, sem þetta rit var
frægt fyrir. Það var ekkert vanda-
verk að skrifa á borð við þessa sögu,
sem var klaufaleg og gróf eftirstæl-
ing af vissum köflum úr “Söngnum
háa” eftir Sudermann.
Til þess að sjá hvað hann gæti nú
gert á þessum vettvangi skáldskapar-
ins hripaði hann stutta sögu í sama
stíl. Hún byrjaði og endaði með:
Munið að lifa! sem hann hnuplaði frá
Goethe og notaði sem sitt eigið inn-
blásið orð. Söguefnið hafði hann fyr-
ir augunum og ekki var verkið erfitt.
Skyldi nú þetta rit vilja taka nokkuð
eftir hann — átölulaust. Hann setti
stafina sína undir söguna og utaná-
skrift á umlagið, sló utan um hana
og stakk henni í pósthólfið þarna
um nóttina. Morguninn eftir iðrað-
ist hann eftir þessu fljótræði sínu og
vonaði að sagan yrði endursend, en
það fór á annan veg. Hann fékk bréf
frá ritstjóranum ásamt ríflegri borg-
un og beiðni um fleiri sögur. Sög-
unni taldi hann það til ágætis, að
upphaf og endir væru svo frumleg og
gæfu sögunni dýpri meiningu. Smá
breytingar hefðu verið gerðar í ein-
staka stað, því stefna ritsins væri, að
flytja raunsæis sögur, er bæru yfir
sér blæ sannleikans, sem lesendurnir
sæktust eftir.
Arnold hafði orðið fokreiður við
ritstjórann og mæddur yfir því, að
vita nokkuð eftir sig í þessu saur-
blaði. í slíkum ritum ætlaði hann sér
ekki að leita frægðar. En pening-
arnir komu sér vel, enda fékk hann
sér ærlega neðan í því, til að drekkja
raunum sínum. Um tíma hafði hann
óttast að einhver blaðamannanna
mundi fá nasaveður af því, að hann
hefði skrifað í þetta rit. Ennþá hafði
hann hvergi fengið það framan í sig-
Blaðamenn voru nú breyskir, en
svona rit lásu þeir ekki og hann von-
aði að þetta eintak væri gleymt og
grafið í glatkistunni.
Síðan í vor hafði hann svo verið
atvinnulaus. Hann hefði átt að byrja
á bókinni sinni, en það var spursmál
hvort blöðin væru ekki búin að eyði-
leggja hann sem rithöfund. Hann
hafði verið svo lengi á þessu rölti að
honum leiddist að sitja um kyrt og
skrifa. Blaðamenskan var komin J
blóðið á honum, hann þjáðist af eirð-
arleysi, og hann undi sér ekki nema
að hann væri á ferð og flugi.
Og nú brosti hamingjan aftur við
honum. Hann hafði lofast til að
skrifa um sýninguna fyrir blað, sem
var nýlega stofnað og var skoðana-
lega andstætt eldri blöðunum.
Ritstjórinn var ungur maður og
hafði sagt honum að gamall vinut
sinn hefði bent sér á hann sem rit-
færan og mentaðan mann, vanan
blaðamensku. Þarna voru Arnold
engin skilyrði sett önnur en þau að #
skrifa greinar tvisvar í viku og sjá
til þess, að þær væru skemtilegar af'
lestrar og gerðu góð skil hinni marg'
þættu og feikna miklu sýningu.
Vægast sagt hafði Arnold verið 1
sjöunda himni eftir þetta samtal. Ein'
hver hafði þá hugmynd um að hann
gat skrifað. Honum hafði loksins
hlotnast það, sem hann hafði leng1
þráð, að fá að skrifa annað en frétta*
snatt. Sýningin gaf honum ótakmark'
að svigrúm. Nú gafst honum taek>'