Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Blaðsíða 84
62
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
II.
En Davíð Stefánsson hefir eigi að-
eins unnið sér ástsældir þjóöar sinn-
ar með ljóðum sínum, sem eru á allra
vörum. Hann heíir einnig á síðustu
árum gerst leikrita- og söguskáld,
með þeim árangri, að hann skipar
orðið mikinn virðingarsess á þeim
sviðum íslenskra samtíðarbókmenta.
Fyrsta leikrit hans, Munkarnir á
Mööruvöllum (1926), báru glögg ein-
kenni þess, að þar var um frumsmíð
hans að ræða í leikritagerðinni, enda
vakti það litla athygli. Þó kemur
það fram í tilsvörunum í leiknum,
ýmsum atriðum hans og mannlýsing-
um, einkum í lýsingunni á söguhetj-
unni, Óttari ungbróður, bæði í bar-
áttu þeirri, sem hann heyr hið innra
með sjálfum sér og eins hið ytra, að
meira megi vænta af höfundinum í
þeirri grein bókmentanna.
Það kom einnig eftirminnilega á
daginn, og vafalaust langt fram yfir
það, sem flestir munu hafa átt von á,
er hann sendi frá sér næsta leikrit
sitt Gullna hliöiö, en með því vann
hann mikinn bókmentasigur.
Leikrit þetta var fyrst prentað á
íslensku árið 1941, en hafði verið
samið tveim árum áður. Leikstjórinn
við “Det norske Teater” í Osló hafði
látið snúa því á norsku og var í þann
veginn að hefja sýningu á því í leik-
húsi sínu, er Noregur var hernuminn.
Á því skeri mun sýning þess hafa
strandað að því sinni, enda átti öll
norsk menningar-viðleitni mjög í vök
að verjast á hernámsárunum. Nú hef-
ir aftur ráðist svo, að leikrit þetta
verður sýnt í Osló á næstunni.
En í Reykjavík hóf sjónleikur
þessi göngu sína annan jóladag 1941,
og var aðsókn að honum með þeim
eindæmum, að hann var leikinn sex-
tíu og sex sinnum á fimm mánuðum.
Þóttu leikstjóri og leikendur hafa
gert vandasömu hlutverki sínu hin
bestu skil. Eiga hér við orð Jóns
Magnússonar skálds (Skírnir 1942) :
“Gullna hliöiö á vafalaust þessar
glæsilegu viðtökur að nokkru leyti
því að þakka, hve afbragðs vel það er
til leiks fallið sakir mjög listræns
forms. Um hitt er þó ekki minna
vert fyrir afdrif sjónleiksins í fram-
tíðinni, að hér er um mikið og fagurt
skáldverk að ræða, sem á djúpar ræt-
ur í baráttu og örlögum liðinna kyn-
slóða.”
Davíð Stefánsson hefir, eins og að
framan er getið, ort snjalt og mynd-
auðugt kvæði út af þjóðsögunni al-
kunnu “Sálin hans Jóns míns”. Upp
úr þessari sömu sögu hefir hann sam-
ið þetta leikrit sitt, og veitist hon-
um þar, eins og liggur í augum uppi.
drjúgum meira svigrúm til að vinna
úr söguefninu, taka það fastari tök-
um og túlka það á víðtækari grund-
velli. Hann hefir og notfært sér ýmsa
gamla sálma sem uppistöðu leiksins.
Leikritið, sem er í fjórum þáttum.
hefst á kröftugu inngangskvæði
(“Prologus”) en annars er ritið að
mestu leyti í óbundnu máli. Lýsit
kvæðið glögglega aldarfari þeirrar
tíðar, sem efni leiksins á rætur í, sér-
staklega hinu andlega andrúmslofti.
og varpar því ljósi á þá atburði, sem
eru uppistaða efnis hans. En þessi
eru niðurlagsorð kvæðisins:
Hér verður grýttur götuslóði rakinn,
og gömul kynslóð upp frá dauðum vakin.
svo þeir, sem ungir eru, megi skilja
hið innra stríð, sem liðnir tímar dylja.