Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Blaðsíða 52

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Blaðsíða 52
30 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA þekkir hann. Hann hefir horfið heim til þess að fullnægja óslökkvandi heimþrá og hygst nú að lifa lífinu sem óvirkur áhorfandi til æviloka. Hann skemtir sér við að athuga, hvað orðið hefir úr jafnöldrum hans, en oftast verður sú skemtun heldur galli blandin. En mest er hann þó með bróður sínum, sveitarhöfðingjanum, sem hefir orðið harðdrægur forráða- maður, eins og hann átti að hálfu kyn 'til. Því að móðir hans var af höfð- ingjum sveitarinnar í ættir fram og hefir hann þaðan harðdrægni sína. En faðir hans var skáld, eða skáld- ræfill, eins og ættin kallaði það. Konu á hann, sem tók hann vegna auðs hans, og hafa ástir þeirra aldrei orðið góðar, enda er ilt efni og seyrt í tengdaföður hans. Hingað til hefir bóndi stýrt bæði sveit og heimili með harðri hendi, en nú er hann tekinn að þreytast, getur ekki sofið, og leit- ar félagsskapar vetrargests síns, sem hann hænist að, þótt hann þekki hann ekki. Viðræðurnar við bróðurinn verða til þess að bóndi tekur algerum sinna- skiftum. Gerist hann nú eins gjöfull og hann var áður fengsæll á fé náung- ans. En við þetta missir hann ekki aðeins virðingu sveitunga sinna, heldur snúast á móti honum kona hans og elsti sonur og ætla að gera hann að vitfirringi og svifta hann svo völdum og fjárráðum. Bak við rær tengdafaðir hans undir sem illur andi sveitar og heimilis. Liggur við sjálft. að bóndi bíði ósigur, en þó kemur hann í veg fyrir það á síðustu stundu. En hann hefir fengið nóg af soranum í sveitinni og ætlar utan. í hefndar- skyni ætlar hann þó að sprengja niður trýnið á nátttröllinu, sem vak- ir yfir bæ hans sem ill landvættur. En við sprenginguna flýgur steinn úr nátttröllinu og molar hauskúpu hans. Hér leikast á ilt og gott, svo að lengi má ekki milli sjá, en þó finst á, að hin góðu öfl hafa eflst í sögulok- in. Bóndi ferst að vísu, en bróðir hans tekur saman við unga og ferska stúlku á bænum og fer að búa. For- lögunum má að vísu fresta, en eng- inn fær umflúið þau. Sennilega er ekki svo lítið af gagn- rýni á löndum Kristmanns fólgið í þessari bók, eigi síður en í Gyðjunni og uxanum. Fram að þessu virðist Kristmann Guðmundsson vera fullur lífsglaðrar bjartsýni. Hann virðist trúa á það, að allir geti notið lífsins í fegurð og ást jafnvel þótt margt blási mót. En í lífi Kristmanns er ástin aug- sýnilega æðstu gæðin. Honum leið- ist aldrei að lýsa ástum, enda er hann eflaust bestur ástarsöguhöfundur, þeirra er nú skrifa á íslensku. Við- horf Kristmanns við ástinni er full- komlega nýtískt. f sögum hans, eink- um hinum eldri, er því sjaldan neitt stríð milli holdsins og andans: báðir þessir aðailar vinna saman í hugsun hans. Kristmann hefir frá öndverðu litið á ástina sem heila og óskifta og hann hefir aldrei borið það við að verja þessa skoðun sína eins og eldri mennirnir, uppaldir í “guðsótta og góðum siðum” gömlu kynslóðarinnar, haft gert. Kamban skrifar margar bækur til þess að losa sig við gamal- dags hjónabands-siðferði, en Krist- mann er borinn frjáls af því í þennan heim. Þó er ekki örgrant um, að viðhorf Kristmanns til ástarinnar sýni á sér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.