Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Blaðsíða 40
18
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
er það miklu fremur skapferli
, hans og skáldskapur. Hann stend-
ur einn og afskektur (eins og klett-
ur úr hafinu) í enskum bókment-
um. Enginn samtíðarmanna hans
(hvorki á Englandi né Skotlandi)
var á neinn hátt líkur honum sem
skáld. Hann var, að mínu áliti, há-
norrænn í innsta eðli sínu — var
nokkurs konar víkingur, róstugjarn
og skapmikill, en jafnframt örlátur
og drenglundaður. Honum svipar
að mörgu til þeirra Egils Skalla-
grímssonar, Staöarhóls-Páls og
Bólu-Hjálmars. Hann átti í sífeld-
um erjum við ýmsa rithöfunda,
eins og þá John Marston (1575-
1634) og Thomas Dekker (1570-
1640); en hann átti líka marga
trygga og góða vini, eins og þá
William Shakespeare og George
Chapman (1559-1634).
16. október 1931.
Séra Guömundur Árnason sendi
mér bókina: “Ben Jonson’s Con-
versations with Drummond of
Hawthornden”, sem mig hefir svo
lengi langað til að fá. Það er ekki
útgáfa sú, sem prentuð var árið
1842. Þessi bók var gefin út af R. F.
Patterson, D.Litt., í Glasgow, árið
1924. í henni eru fjöldamargar at-
hugasemdir og skýringar, sem eru
mér eins mikils virði og sjálfur
textinn. Og það, sem mér þykir
mest í varið, er það, að Dr. Patter-
son álítur að /. A. Symonds hafi
ekki tekist að færa sönnur á það,
að Ben Jonson hafi verið af John-
stone’s-ættinni í Annandale á Skot-
landi.
14. apríl 1932.
Frá Dr. Richard Beck fékk eg
langt og gott bréf í gær. Hann
sendi mér “The New York Times
Book Review” (febr. 14.), og er þar
ritdómur um bók Eric Linklater’s
•um Ben Jonson.
29. apríl 1932.
Eg er nú búinn að lesa bók Eric
Linklater’s um Ben Jonson og
Jakob hinn fyrsta Englandskon-
ung. Bókin er, að mínu viti, vel
rituð, en þar er mjög fátt um ætt
skáldsins og æskuár. Samt er margt
í bókinni, sem eg hafði ekki áður
heyrt getið.
22. ágúst 1945.
Eins og eg hefi áður tekið fram í
Dagbók minni, þá finst mér alltaf,
að skáldið Benjamín Jonson hafi
verið af íslenskum ættum; ekki
samt vegna nafnsins, heldur vegna
þess, að margt af því, sem hann rit-
aði, er, að minni hyggju, forn-ís-
lenskt í innsta eðli sínu. Eg fæ
ekki annað séð, en að hann hafi
verið bráðgáfaður, hugprúður með
afbrigðum, mikill námsmaður, og
drengur góður. Mér finst það ekk-
ert ótrúlegt, að hann hafi getið sér
mikla frægð í orustum og háð þar
einvígi við frægasta kappa óvin-
anna, í augsýn beggja herflokk-
anna, og borið sigur úr býtum. Og
eg felli mig vel við það, sem John
Dryden (1636-1700) segir um þá
Jonson og Shakespeare. “Ef eg á
að líkja honum (Ben Jonson) við
Shakespeare, verð eg að viður-
kenna, að hann hafi færri lýti sem
skáld, en að Shakespeare sé djúp-
vitrari. Shakespeare var Homer,
eða faðir sjónleika-skáldanna okk-
ar; Jonson var þeirra Virgelius,