Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Blaðsíða 48
26
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
landnámsmönnunum af norrænu og
írsku bergi brotnum. Oftast gerast
þessar sögur á dögum feðra vorra eða
afa, en í þeim heyrist óvenjulega lítið
af baráttunni milli tveggja kynslóða,
föður og sonar. Aftur á móti er hér
sagt frá alda-gömlum ættaríg, og bar-
áttan milli ættanna verður uppistað-
an í sögunum. Höfundurinn hefir
sýnilega yndi af að virða fyrir sér
hinar sterku ættir og hina sterku
menn; alt vex þetta og grær eðlilegu
lífi undir höndum hans. Aðdáun hans
á frumstæðu fólki skipar honum í
flokk Hamsuns og Duun meðal rit-
höfunda, en bestu persónulýsingar
hans geta mint á Kristínu Lafranz-
dóttur, sem ver með hnúum og hnef-
um rétt sinn til að lifa og elska hinn
veiklynda húsbónda sinn. Náttúru-
lýsingar sverja sig líka nokkuð í ætt
til hinna miklu Norðmanna.
Brudekjolen (Brúðarkjóllinn, Olsó
1927) var fyrsta langa skáldsaga
Kristmanns. f þessari bók dregur
höfundurinn fram í dagsljósið til við-
vörunar eiginleika, sem ekki er ótíð-
ur meðal fslendinga. Það er tilhneig-
ingin til að lifa í draumum um fram-
tíðina — eða gengna hluti, heldur en
að lifa og starfa í arðbæru augna-
blikinu.
Björn ísleifsson, söguhetjan, er
borinn til mannaforráða og virðist
efnilegur á unga aldri, en hann verð-
ur aldrei að manni. Þegar hann kvæn-
ist strengir hann stór heit, og þegar
kona hans deyr endurtekur hann heit
sín. En efndanna verður vant. í þess
stað fer hann að tilbiðja minningu
konunnar í gerfi brúðarkjólsins, sem
hann varðveitir sem helgan dóm. Það
er ekki fyrri en hann er orðinn rosk-
inn maður, að hann vaknar við vond-
an draum, þegar hann sér ungling.
sem hann lítur smátt á, taka eigi að-
eins mannaforræði í héraðinu heldur
líka dóttur hans. Andspænis þessum
drauma-manni stendur hin sterka
kona, Hallgerður, sem verkar drag-
andi og hrindandi á víxl. Kepnin á
milli sonar hennar, hins svarthærða
skálds, og hins ljóshærða höfðingja
efnis minnir á Biðla Sólrúnar eftir
Jónas Guðlaugsson.
Livets Morgen (Morgun lífsins,
Osló 1929) er tvímælalaust ein af
bestu bókum Kristmanns. Menn hafa
jafnvel líkt henni við Kristínu Laf-
ranzdóttur eftir Sigríði Undset. En
það er hvorttveggja að eftirleikurinn
er ávalt hægari, enda nær Kristmann
ekki frú Undset í breidd myndarinn-
ar og dýpt sálkönnunarinnar. En hér
er þó á ferð svipuð saga um sterkan
og göfugan mann í klóm örlaganna,
saga sem sögð er af kunnustu, er
minnir á fslendingasögur, af því að
atvikum og verknaði er gefið meira
svigrúm en sálarlífslýsingunum. Sal-
vör minnir mjög á Guðrúnu í Lax-
dælu, — eins og Guðrún getur hún
sagt við ævilokin: “Þeim var eg
verst, er eg unni mest.” En Halldór,
sjómaðurinn, er öðruvísi og að sumu
leyti meiri hetja en Kjartan. Örlög
hans eru mjög svipuð örlögum Krist-
ínar Lafranzdóttur. Sá er þó munur-
inn að þar sem Kristín beygir sig
undir ok kristindómsins og gerir
guðs orð að samvisku sinni, þá er
Halldór heiðnari í hugsunarhætti.
Hann lætur leiðast af boði dreng-
skaparins, og viðhorfi hans til lífs-
ins má heita fullkomlega lýst í vísu
Þóris jökuls, við höggstokkinn: