Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Blaðsíða 64
42
TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Bergvatn inn á milli
fjalla á vesturströnd-
inni; var fyrrum fjörð-
ur, en lyftist upp fyrir
sjávarmál, þegar
isöldinni lauk.
skaganum (Furðustrendur), sem Ný-
fundnalandi voru veittar með dómi
breska leyndarráðsins 1. mars 1927.
Landið er 317 mílur á lengd frá Ray-
höfða á suðvestur ströndinni til Nor-
man-höfða á skaga þeim hinum mikla,
er í norður snýr. Breidd þess frá
Anguille-höfða til Spear-höfða er
álíka og lengdin. Til samanburðar
má geta þess, að ísland er um 39,000
fermílur að flatarmáli.
Ferðamenn, sem sjá landið í fyrsta
sinn, bera það oft saman við Noreg
eða Skotland, vegna þess hversu svip-
lík þau eru tilsýndar. Eins og þau er
það fjöllótt hálendi, hefir norðlægc
sjávarloft, og er mjög vogskorið,
með löngum og hlykkjóttum fjörð-
um og flóum, umluktum af brimbörð-
um sjávarhömrum, klettabeltum og
standbiörgum, sem víða gnæfa svo
hundruðum feta skiftir upp úr ólg-
andi hafsvelgnum. Að eins til og frá
eru lygnar hafnir og skipalægi, graf-
in af vindum, veðrum og brimgangi
inn í klettótta ströndina, eða inn úr
botnum hinna stærri fjarða og flóa.
En samt eru sjálfir firðirnir svo
geysistórir, að hver um sig gæti rúm-
að allan herskipaflota veraldarinnar
án þess að þrengja að sér, og þó
nokkur í viðbót.
Langfegurstu firðirnir skerast inn
í vesturströndina nálægt miðju lands-
ins. Þar teygja Eyjafjörður (Bay of
Islands) og Fagrifjörður (Bonne
Bay) salta sjávarfingur 30 mílur inn
í hálendið. Báðir þessir firðir eru
eins og hálfsnúin hendi með þrem-
ur fingrum, sem þrengja sér alveg
inn undir brúnir Lönguhlíðarfjalla
(Long Range Mountains). Afleið-
ingarnar eru auðvitað þær, að strönd-
in rís víða undirlendislaus frá hafinu
upp í hrjóstruga og gróðurlausa
tinda, sem sumstaðar eru yfir 2500
fet á hæð. Samt eru hlíðarnar ið
neðra gróðursælar, þaktar greni og
furuskógum, auk birki og mösur-
trjáa og ýmissa blómrunna. Smám
saman hefir skógurinn þó verið
höggvinn til bygginga og eldsneytis,
og fyrir tún og garða. Eyjafjörður
og nærliggjandi Fljótsdalur (Hum-
ber River Valley) eru nú orðin þétt-
býlustu héruð landsins, sem lifa góðu
lífi á fiskiveiðum, landbúnaði, skóg'
arhöggi, og þeim iðnaði, sem af þvl