Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Blaðsíða 70
48
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
hugsunarhætti, því ekki aðeins fá
þeir nú fréttirnar um leið og þær ske,
í stað gamalla blaða og tímarita, held-
ur margir hverjir í fyrsta sinn á
ævinni, því enn eru margir þar ólæs-
ir. Þetta nýja samband þeirra við um-
heiminn hefir ákaflega mikil áhrif á
þeirra litauðga mál, sem hefir hald-
ist óbreytt i orðatiltækjum og fram-
burði siöan á dögum Frobisher og
Drakes. En innan um þetta fólk rekst
maöur enn af og til á gamla náunga,
sem tala óspilta tungu Shakespeares,
eða svo hreina írsku, að Cork-búar á
írlandi mættu þykjast stoltir af.
Garðarnir, fáein hænsni, eitt eða
tvö svín, og kindur, fyrir ull, er það
helsta, sem fólkið framleiðir sér til
matar og klæðnaðar. Við þetta verð-
ur svo að bæta öðrum nauðsynjum,
svo sem hveitimjöli, baunum, salt-
kjöti, sírópi og te, ásamt ytra klæðn-
aði, togleðurskóm og olíufatnaði, er
þeir fá úr búðunum, og á það að
borgast með næsta árs fiski; verður
þetta til þess að margur fiskimaður
er í skuld frá ári til árs, ef veiðin
bregst, eða verðið lækkar á fiskinum.
Nýfundnalandsbúar eru mjög trú-
ræknir, og skiftast í þrjá álíka marg-
menna trúflokka, rómversk-kaþólska,
enska biskupakirkju og sameinuðu
kirkjurnar, með fáeina sáluhjálp-
arhermenn og aðra smærri kristna
trúflokka. Víða kemur það fyrir, að
eitt kauptún eða þorp tilheyrir aðal-
lega einni kirkjudeild, og næsta þorp
annari, sem leiðir til vinsamlegrar
samkepni eða jafnvel safnaðarígs í
milli nágrannanna.
Skólarnir eru enn kirkjuskólar, og
eru studdir af kirkjudeildunum og
landsstjórninni. í stærri borgum og
þéttbýli eru þeir yfirleitt eftir nýj-
ustu tísku. En í afskektum smá-
þorpum og bygðarlögum eru þeir fá-
tæklega útbúnir og kennarar illa
launaðir. Nemendurnir eru líka langt
frá því, að vera þyrstir í fræðsluna;
þarf því mikilla umbóta á því sviði-
Lítil nýtísku sjúkrahús hafa verið
bygð í nokkrum stærstu kauptúnun-
um, vanalega þar sem flestir geta
orðið þeirra aðnjótandi. Áður en
þetta var gjört ferðuðust litlir spít-
ala-bátar frá Grenfell læknastofnun-
inni á milli og veittu þá hjálp sem
hægt var. Þetta var vitanlega ófull-
nægjandi, og er því heilsufarið langt
frá því að vera æskilegt, þegar og þar
við bætist að berklaveikin og fjör-
efnaskortur í fæðutegundum eru alt-
of algeng. Yngra fólkið er nú að
vakna til meðvitundar um meira
hreinlæti og hollara matarhæfi, sem
vonandi verður til þess að bæta
heilsufar fólksins.
St. John’s er ein með elstu borgum
hvítra manna á vesturhveli jarðar.
Venjulegur íbúafjöldi hennar er um
45,000, en meðan á stríðinu stóð vorn
þar yfir 60,000 íbúar. Hún er höfuð-
borg landsins og er bygð á Avalon
skaganum, sem liggur lengst í austur-
Þar er ágæt höfn og þar koma við
gufuskip úr öllum áttum. Þar ef
endastöð járnbrautarinnar, sem ligg'
ur í bugðu þvert yfir landið. Þar ern
og flugvellir, og er hún í loftsam-
bandi við allan heim. Keyrslubrautif
liggja í ýmsar áttir út úr borginnn
en engin þeirra nær langt enn sem
komið er. Þar er miðdepill allrar
verslunar, mentamála og menningaf>
og svo auðvitað landsstjórnarinnar-
Borgin er bygð utan í breiðri hlíð, og