Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Blaðsíða 86
64
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGSISLENDINGA
En Davíð Stefánsson lét hér eigi
staðar numið í leikritagerðinni; eigi
liðu nema tvö ár þangað til að annað
merkisleikrit, Vopn guðanna, kom
frá hans hendi, og sýndi Leikfélag
Reykjavíkur það fyrsta sinni, við á-
gætar undirtektir, á annan í jólum
1943, en síðan yfir tuttugu sinnum þá
um veturinn. Varð það því vinsælt á
leiksviði og vakti mikla athygli, þó
eigi ætti það að fagna slíkri fádæma
aðsókn sem Gullna hliðið.
Um tilgang sinn með Vopnum guð-
anna fór höfundurinn þessum orðum
í viðtali við tíðindamann dagblaðsins
Vísis:
“Það, sem eg get sagt yður um leik-
ritið, er að það f jallar um elsta vanda-
mál mannkynsins, baráttuna milli
frelsis og einræðis. Af því að sjálf
átökin eru svo algild, að þau hafa
staðið óslitið, síðan fyrsti valdhafi
varð til og líklegt er að þau muni eiga
eftir að standa enn um hríð, hefi eg
kosið að gera leikritið óbundið tíma
og stað.
Völd einræðisherrans endast ekki
lengur en tök hans á huga fólksins.
Þegar þjóðin hefir snúið við honum
bakinu, duga hvorki harka né vopn.
Þá er hann sigraður í miðjum sigri
sínum. Baráttan, sem hafin var gegn
honum, hefir hepnast, og hann bætist
í hóp þeirra kónga, sem komust í
mát. Þótt eg hafi klætt þá baráttu í
þessu leikriti í klæði trúarinnar, má
ekki skilja það svo, að eg álíti trúna
annað en einn þátt í þeirri baráttu. í
átökum smælingjanna gegn kúgaran-
um gætir altaf fyrst og fremst styrkr-
ar trúar á sigur réttlætisins yfir
rangsleitninni. Einvaldinn fellur
fyrir alt öðrum vopnum en þeim, sem
hann beitir sjálfur. Því hefi eg nefnt
leikritið Vopn guðanna.”
Drögin að leikritinu hefir höfund-
ur sótt í Barlaams ok Jósaphats sögu,
eina af hinum mörgu rómantisku mið-
aldasögum, en eigi bindur hann sig
nema að mjög litlu leyti við sög-
una. Eins og hann tók fram í ofan-
greindu viðtali, þá er leikritið hvorki,
stað né tímabundið, enda efni þess
þannig vaxið, að slíkt sé eðlilegast,
þar sem það fjallar um hina æva-
gömlu en jafn nýju baráttu and-
stæðra afla um hug manna, hins góða
og hins illa, þjónustulundar og valda-
græðgi, en þó aðallega um baráttuna
milli frelsis og einræðis, enda er leik-
ritið óvæg og harla markviss ádeila
á harðstjórn og einræðisstefnur 1
þjóðmálum. Þarf eigi að efa, að hin
stórfeldu átök í samtíð vorri miH1
einræðisstefnunnar og lýðræðishug'
sjónarinnar hafi drjúgum orkað á hug
skáldsins og beint honum að þessu
tímabæra en þó sígilda viðfangsefnn
Baráttan í leiknum er háð mill1
herskás og drotnunargjarns konungs,
er fylgir ráðum grimmúðugs ráð-
gjafa síns, Theódasar gerninga'
manns, blinds fulltrúa haturs og
harðstjórnar, og Jósafats konungS'
sonar, er drukkið hefir í sig anda
góðleika og frelsistrúar hjá Zardan-
fóstra sínum og fræðara, sem er fylgj'
andi Barlams spámanns, fulltm3
friðarstefnunnar og lýðfrelsiskenn'
inga. í persónum þeirra gerning3'
meistarans og spámannsins heyja þvl
hinar andstæðu meginstefnur, ei*»'
ræðishyggjan og lýðræðishugsjónin-
harða baráttu sína um hugi manna, og
áreksturinn milli þeirra skapar bseð*
hin sterku átök í leiknum og satf1'
hengi hans.