Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Blaðsíða 142
120
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
komi inn, og svo mundi einnig verða með
dollars gjaldið.
Deildin hefir keypt margar nýjar og
góðar bækur frá íslandi á þessu liðna
ári. En þær hafa verið dýrar en fjár-
magn til bókakaupa sist meira en þau
árin sem bækur voru í lægra verði. Hátt
á annað hundrað dollara hefir þó deild-
in lagt til bókakaupa, og er það meira
en hún með góðu móti getur látið af
hendi, fyrir bækur, með þeim inntektum
sem hún hefir yfir árið.
Deildin hefir haldið níu fundi á árinu,
og af þeim voru þrír fræðslu og skemti-
fundir, sem voru mjög vel sóttir og þótti
að öllu leyti hinir bestu, og eru nú orðnir
mjög vinsælir.
Frónsmótið var á annan veg en und-
anfarið, að þvi leyti, að þar fór aðeins
fram skemtiskrá, en engar veitingar eða
dans á eftir, eins og vanalega, sökum
samkvæmis þess, sem haldið var kvöld-
ið eftir á Marlborough Hotel af Þjóð-
ræknisfélaginu í tilefni af 25 ára starf-
semi þess. Þar sagði ferðasögu sína og
flutti kveðjur að heiman, hinn vinsælasti
gestur sem til vor hefir komið, Sigurgeir
Sigurðsson biskup yfir Islandi. Þá fann
maður tilfinnanlegast til þess, hve illa
vér erum staddir með samkomuhús.
Fjöldi fólks varð frá að hverfa og jafn-
vel sumir, sem miða höfðu komust ekki
inn sökum troðnings þess, sem fyrst
komu. Var af þessu nokkur óánægja og
varð deildin að innleysa nokkra miða af
þeim sem ekki komust inn til að sjá og
heyra þenna góða gest. Má vera að
nefndin, sem þá var, sé að nokkru leyti
orsök þess, fyrir að hafa ekki undirbúið
alt nægilega vel og hyggilega. Og svo,
þrátt fyrir mannfjöldann, hafði deildin
ekki eins mikið upp úr þessari sam-
komu, sem undanfarin ár.
Núverandi stjórnarnefnd “Fróns”, hef-
ir sterkan hug á að láta hendur standa
fram úr ermum í sambandi við þroskun
þessa félagsskapar, sem hún var kosin
til að sjá farborða, og hún mun leitast
við að leiða hann föstum skrefum fram
á við, þó þungt verði kannske stundum
undir fæti.
Winnipeg, 24. febrúar 1945.
Davíð Björnsson
Séra V. J. Eylands gerði tillögu um að
hún sé viðtekin. Einar Magnússon
studdi. Samþykt.
J. J. Bíldfell lagði nú fyrir þingið skýr'
slu kjörbréfanefndarinnar er skilgreindi
erindsreka hinna ýmsu deilda og at-
kvæðamagn það er hver erindsreki hefðJ
yfir að ráða.
Skýrsla kjörbréfanefndar
Fulltrúar frá eftirfarandi deildum erl1
mættir á þinginu og eiga yfir að ráða
atkvæðamagni sem hér segir:
“Báran”, Mountain, N. Dak. — 114 atkV-
H. T. Hjaltalín, 19 atkvæði
Haraldur Ólafsson, 19 atkvæði
G. J. Jónasson, 19 atkvæði
B. S. Guðmundsson, 19 atkvæði
Björn Stefánsson, 19 atkvæði
O. G. Johnson, 19 atkvæði.
“Esjan”, Árborg, Man., 47 atkv.
Dr. Sveinn Björnsson, 19 atkvæði
Mrs. Marja Björnsson, 19 atkvæði
Herdís Eiríksson, 18 atkvæði
Mrs. Svanfríður Hólm, 18 atkvæði.
“ísafold”, Riverton, Man., 36 atkv.
Mrs. V. Coghill, 18 atkvæði
F. P. Sigurðsson, 18 atkvæði
“Grund”, Manitoba, 43 atkvæði
Séra E. H. Fáfnis, 13 atkvæði
A. E. Johnson, 10 atkvæði
G. Lambertson, 10 atkvæði
Mrs. Josephson, 10 atkvæði.
“Gimli”, Manitoba, 85 atkvæði
Mrs. Hallgrímur Sigurðsson, 28 at
Hallgrímur Sigurðsson, 28 atkv®
Guðmundur Feldsted, 27 atkvæði
“Isand”, Brown, Man., 25 atkv.
J. J. Húnfjörð, 12 atkvæði
Jonathan Thomasson, 13 atkvæði
“Brúin”, Selkirk, Man., 53 atkv.
Mrs. Kristján Pálsson, 17 atkvæ'1
Einar Magnússon, 19 atkvæði
Mrs. Ásta Eiríksson, 17 atkvseði-
“Fjallkonan, Wynyard, Sask., 24 atk •
Pétur Jónsson, 19 atkvæði