Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Blaðsíða 136
114
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
félagið 5 fundi, en skemtisamkomur
voru þrjár, á einni þeirra flutti dr. Beck
einkar fróðlegt erindi á s. 1. hausti.
Á þessu ári hefir deildin orðið fyrir
þungum áföllum af hendi dauðans, og
af burtflutningi meðlima. Á árinu burt-
kölluðust þessir meðlimir deildar vorrar,
er vér minnumst með virðingu og þakk-
læti: Stefán R. Stefánsson, Mts. Ingi-
björg Thordarson, Eiður Johnson, Björn
Gilbertson.
Burt hafa flutst af meðlimum deildar-
innar, þeir: Kristinn Goodman og Theó-
dór Thordarson, Gestur Jóhannsson á-
samt fjölskyldum sínum.
Nýir meðlimir hafa einnig bætst við í
hópinn, að nokkru leyti uppbót á því er
deildin hefir tapað. Bókasafn deildar-
innar hefir verið vel notað á árinu af
þeim er annars rækja það. Því miður
hefir ekki verið hægt að auka við bóka-
safnið eins og þurft hefði, fé ekki til
þess, en á þessu ári væntir deildin að
geta keypt eitthvað af nýjum bókum og
hlynt að gömlum bókum er þurfa bók-
bands við.
Fyrir hönd deildarinnar “Brúin”,
Einar Magnússon, forseti
S. Ólafsson, ritari
Séra V. J. Eylands bar fram tillögu er
Einar Magnússon studdi að skýrslan sé
viðtekin. Samþykt.
Ársskýrsla deildarinnar “ísafold”, í
Riverton, fyrir 1944, lesin upp af ritara
og viðtekin af þinginu samkvæmt til-
lögu J. Húnfjörð, er Dr. S. E. Björnsson
sutddi. Samþykt.
Ársskýrsla deildarinnar "ísafold",
Riverton, Man.
Stutt yfirlit fyrir árið 1943-44
Ársfundur deildarinnar var ekki hald-
in fyr en 24. jan. 1945, í stað fyrir 23. nóv.
1944, sem var fimti afmælisdagur deild-
arinnar. Starfsnefnd var endurkosin í
einu hljóði. S. 1. ár taldi deildin 46 full-
orðna meðlimi, með sex nýjum meðlim-
um töldum, sem gengu í deildina á
ársfundi. Einnig voru tuttugu og sjö
börn innrituð.
Á árinu var haldinn einn almennur
fundur, og tveir nefndarfundir. Þjóð-
ræknisfélagið sendi deildinni ávísun upþ
á $40.00 (fjörutíu dollara), sem verja
skyldi til að borga kennurum Laugar-
dagsskólans, $10.00 (tíu dollara) hverj-
um.
Laugardagsskólanum var haldið uppi
í tuttugu og þrjá laugardaga. Var höfö
lokasamkoma í Parish Hall s. 1. júní, og
var aðsókn mjög góð. Börnin tóku þátt
í skemtiskránni með smáleikjum, upp-
lestri og söng. Einnig töluðu þeir G. J-
Guttormsson, H. R. Sigurðson og V. Jó-
hannesson til barnanna og fluttu nökkr-
ar frumsamdar vísur. Kennarar skólans
þetta s. 1. ár voru: 1. Mr. S. Thorvaldson,
yfirkennari; 2. Mrs. K. Benedictson; 3-
Miss K. L. Skúlason; 4. Mr. Jónas Melan;
5. Mr. Laurence Johnson.
Velunnari deildarinnar hefir oft gefið
börnunum aðgöngumiða að hreyfimynda
sýningu .þegar hæfileg mynd hefir verið
á boðstólum. Yfir sextíu börn sóttu skól-
ann s. 1. ár.
Deildín þakkar hr. Jóni Bíldfell fyrir
að sýna myndir frá Grænlandi og ág®4'
an fyrirlestur.
Kristín S. Benedictson, ritari
Ársskýrsla deildarinnar “Skjaldborg”
í Hecla, Man., fyrir 1944, lesin upp af
Mrs. E. P. Jónsson.
Skýrsla deildarinnar "Skjaldborg" »
Hecla, Man„ fyrir árið 1944
Fundur var haldinn 6. maí 1944, fý11'
lestrarfélagið “Morgunstjarnan” í Heda'
Man., í sameiningu við þjóðræknisdeild-
ina Skjaldborg í Hecla, Man. Var þá
kveðið að sameina lestrarfélagið
þjóðræknisdeildina.
Hvað viðvíkur starfsemi deildarinnar
á siðast liðnu ári þá hefir forseti Skjald'
borgar haldið uppi íslenskri sunnudags'
kenslu með hjálp dætra sinna.
Útgjöld á árinu fyrir lestrarfélagið’
$17.10. Inntektir á árinu í árgjöldúh1
$33.00.
Megum við leyfa okkur að segja a
þingtiminn, ef haldin væri seinni Par