Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Blaðsíða 89
DAVÍÐ STEFÁNSSON SKÁLD
67
bregður björtu ljósi innsýni sinnar á
kjör og örlög margs íslendingsins á
bðnum öldum, og með þá mynd í bak-
sýn verður lýsingin á Sölva Helga-
syni, skaphöfn hans, lífshorfi og ævi-
ferli> enn skiljanlegri og víðtækari
að gildi.
Eerill Sölva er að kalla má rakinn
frá vöggu til grafar. Leggur höfund-
Ur Serstaka rækt við að lýsa áhrifum
þeim, sem hann varð fyrir að bern-
sku- og æskuárum, og þeim mönnum,
foður hans og stjúpa, gjörólíkum að
skapgerð og áhugaefnum, sem mest
mótuðu hann á þroskaárunum (Smbr
Prýðilega túlkun á þessum þætti sög-
Utlnar í hinum athyglisverða ritdómi
^uðmundar G. Hagalíns um hana,
Skírnir 1941).
El* þó skáldið taki fult tillit til
eirra grundvallandi áhrifa á Sölva
°g horf hans við lífinu, dregur hann
a ls eigi fjöður yfir veilurnar í skap-
Prd hans, festuleysið, draumóra-
neigðina, mikilmensku-brjálæðið og
a úbyrgðarleysi gagnvart sjálfum
°num og öðrum, sem fylgdi í kjöl-
arþelrra eiginda.
n,^®an er ferli Sölva fylgt af mikilli
r ænani, en löng ævi hans var sam-
Ur hrakfallabálkur vandræða-
vaa7ins, flakkarans, sem flestum
að^’ VÍmiei^ur> en sumir óttuðust og
je nr dáðu, af því að þeir tóku trúan-
bl^uu- afreicasögur hans og létu
eft' ^St st°rmensku hans. Hvað
j- \r annað varð hann sekur við lands-
uj^ln’ drýgði glæpi, sem komu hon-
þei Un<^r manna hendur, og varð að
að tíðar hætti { refsingar skyni
° \°ia býðingar, Brimarhólmsvist
rar báðungar. En slík var hin
að 'Uarhaiausa sjálfsblekking hans,
eiSln augum og frásögnum urðu
glæpsamlegt atferli hans og refsing-
ar þær, sem hann hafði orðið að þola,
hetjuleg afrek, og sjálfur hann ofur-
menni, hátt yfir aðra hafinn, misskil-
inn píslarvottur, sem hellir úr skál-
um reiði sinnar og fyrirlitningar yfir
samtíðarmenn sína vegna heimsku
þeirra og illgirni. Koma sjálfsblekk-
ing hans og mikilmensku-brjálæði
eftirminnilega fram í andlátsorðum
hans, þá er hann lést háaldraður, og
alkunn eru:
“Nú bið eg um náð þína, drottinn;
um speki bið eg þig ekki, af henni
hefi eg nóg.”
Hitt er ekki að efa, eins og teikn-
ingar hans og málverk sýna, að með
Sölva hafa búið rík listahneigð og
listamannshæfileikar, sem eigi fengu
að þroskast af fyrgreindum ástæðum,
enda lætur skáldið hann fyllilega
njóta sannmælis hvað það snertir.
En hvernig kemst Davíð frá því
vandasama hlutverki að lýsa þessum
vandræðamanni og auðnuleysingja,
sem hann hefir hér gert að sögu-
hetju sinni? Á því veltur eðlilega
mjög mikið hversu það hefir ráðist.
Þegar á alt er litið, verður vart með
sanni annað sagt, en að höfundi hafi
tekist sú lýsing og túlkun ágæta vel,
og þykir mér hlýða að vitna um það
til eftirfarandi ummæla dr. Sigurðar
Nordal í ítarlegum og skarplegum
ritdómi hans um þessa bók (“Tvær
miklar skáldsögur”, Lesbók Morgun-
blaðsins, 24. nóv. 1940) :
“Það er vandsiglt með skilning
slíks manns milli skers og báru: að
hefja hann hvorki til skýjanna sem
gení, er orðið hafi píslarvottur lífs-
kjaranna, né láta stórmensku-brjál-
æði hans skyggja á það, sem tvímæla-
laust var skemtilegt og snillingsætt-