Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Blaðsíða 46
24
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
mun hann hafa farið til Kaupmanna-
hafnar og dvalið þar í eitt ár eða svo.
Eftir það kom hann alfarinn heim og
settist að í Reykjvík. Hefir hann
búið þar og í Hveragerði síðan.
Kristmann Guðmundsson hefir ver-
ið mikill kvennamaður um dagana.
eins og sjá má af því, að hann hefir
þegar átt sex konur, ekki eldri mað-
ur. Kippir honum um kvennamensku
í kyn til ritbróður síns og sveitunga
Snorra Sturlusonar og fleiri góð-
skálda. “Svona var það og er það enn
um alla drykkju- og kvennamenn”
orti Páll Ólafsson um sjálfan sig.
Fyrsta kona Kristmanns var norsk;
henni kvæntist hann 1925. Næsta
kona hans var líka norsk, en hinar
konur hans hafa allar verið íslenskar.
Skifta má skáldsögum Kristmanns
í tvo flokka, eftir gerð. Mætti kalla
annan flokkinn ‘sjálfsævisögu’, en
hinn ‘ættarsögur’. Hann hefir skrifað
þessar tvær sagnagerðir jöfnum
höndum, oft sv.o, að þær hafa komið
út til skiftis. Ættarsögurnar virðast
vera skáldskapur frá rótum, þótt síð-
ari rannsóknir kunni að leiða margt í
ljós um fyrirmyndir þeirra. Hér er
heill söguþráður, ævisögur foreldra
og barna, stundum er jafnvel seilst til
afa og ömmu aftur í tímann, en sag-
an sögð fram á daga barnabarnanna.
Hinar sögurnar kalla eg ‘sjálfsævi-
sögur’, þó eigi megi taka það bókstaf-
lega, — jafnvel eigi eins bókstaflega
og Kirkjuna á fjallinu eftir Gunnar
Gunnarsson. — Þessar sögur virðast
vera brot af innri og ytri reynslu höf-
undarins sjálfs. Þær gerast allar í
nútímanum. Bundnar við stað og
stund eru þær, og þær hafa á sér
minningablæ, sem bendir til þess að
höfundur hafi dregið þær úr djúpi
minninga sinna, fremur en að þær
séu vefur ímyndunarafls hans. Allar
eru þær ítarlegar sálarlífs lýsingar.
Langt er þó frá því, að þessi skifting
sé örugg, enda hefir höfundurinn
sagt mér, að mikið af sögum þessum
sé alls ekki sjálfsævisaga.
Samt sem áður mynda þessar sög-
ur, sem venjulega eru styttri en ætt-
arsögurnar, röð af þáttum eða ævin-
týrum, þar sem söguhetjan er ýmist
drengur, unglingur eða ungur mað-
ur; og lesi maður þættina í aldursröð
söguhetjanna, sem ekki er sama og
aldursröð þáttanna sjálfra, þá virðist
manni svipurinn með ævisögu höf-
undarins sjálfs vera nægilegur til
þess, að kalla þættina ‘ævisögu’þætti.
Með þessum fyrirvara verður nú
litið á þættina í aldursröð söguhetj-
anna.
Fyrstur af þessum þáttum er Fat-
tige barn (Fátæk börn), veigamesta
sagan í íslenskar ástir (1926). Það er
hjarðsaga (idyl) með óvanalega töfr-
andi blíðum blæ. Börnin, drengur og
stúlka eru að vísu í tötrum, en þau
búa við bláan sjó, á grænni strönd,
undir heiðum íslenskum vornætur-
himni. Og ást þeirra er ung og hrein
eins og fyrstu vorblómin.
Síðar — í Den blaa kyst (Ströndin
blá, Osló 1931) — hefir höfundurinn
skrifað heila skáldsögu upp úr drög-
um þessarar hjarðsögu. Ungu niður-
setningarnir fara út í heiminn. örlög
hennar verða berklahæli, loftherbergi
í Reykjavík, saumakonustörf og
Hjálpræðisherinn. Hann gerist þús-
und þjala smiður og ævintýramaður
af guðs náð, en ást hans á æsku vin-
konu sinni festir hann í rásinni. Þeg-
ar hún verður ‘hvíta dauðanum’ að
bráð, fer hann til Norges. Seinni