Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Blaðsíða 46

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Blaðsíða 46
24 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA mun hann hafa farið til Kaupmanna- hafnar og dvalið þar í eitt ár eða svo. Eftir það kom hann alfarinn heim og settist að í Reykjvík. Hefir hann búið þar og í Hveragerði síðan. Kristmann Guðmundsson hefir ver- ið mikill kvennamaður um dagana. eins og sjá má af því, að hann hefir þegar átt sex konur, ekki eldri mað- ur. Kippir honum um kvennamensku í kyn til ritbróður síns og sveitunga Snorra Sturlusonar og fleiri góð- skálda. “Svona var það og er það enn um alla drykkju- og kvennamenn” orti Páll Ólafsson um sjálfan sig. Fyrsta kona Kristmanns var norsk; henni kvæntist hann 1925. Næsta kona hans var líka norsk, en hinar konur hans hafa allar verið íslenskar. Skifta má skáldsögum Kristmanns í tvo flokka, eftir gerð. Mætti kalla annan flokkinn ‘sjálfsævisögu’, en hinn ‘ættarsögur’. Hann hefir skrifað þessar tvær sagnagerðir jöfnum höndum, oft sv.o, að þær hafa komið út til skiftis. Ættarsögurnar virðast vera skáldskapur frá rótum, þótt síð- ari rannsóknir kunni að leiða margt í ljós um fyrirmyndir þeirra. Hér er heill söguþráður, ævisögur foreldra og barna, stundum er jafnvel seilst til afa og ömmu aftur í tímann, en sag- an sögð fram á daga barnabarnanna. Hinar sögurnar kalla eg ‘sjálfsævi- sögur’, þó eigi megi taka það bókstaf- lega, — jafnvel eigi eins bókstaflega og Kirkjuna á fjallinu eftir Gunnar Gunnarsson. — Þessar sögur virðast vera brot af innri og ytri reynslu höf- undarins sjálfs. Þær gerast allar í nútímanum. Bundnar við stað og stund eru þær, og þær hafa á sér minningablæ, sem bendir til þess að höfundur hafi dregið þær úr djúpi minninga sinna, fremur en að þær séu vefur ímyndunarafls hans. Allar eru þær ítarlegar sálarlífs lýsingar. Langt er þó frá því, að þessi skifting sé örugg, enda hefir höfundurinn sagt mér, að mikið af sögum þessum sé alls ekki sjálfsævisaga. Samt sem áður mynda þessar sög- ur, sem venjulega eru styttri en ætt- arsögurnar, röð af þáttum eða ævin- týrum, þar sem söguhetjan er ýmist drengur, unglingur eða ungur mað- ur; og lesi maður þættina í aldursröð söguhetjanna, sem ekki er sama og aldursröð þáttanna sjálfra, þá virðist manni svipurinn með ævisögu höf- undarins sjálfs vera nægilegur til þess, að kalla þættina ‘ævisögu’þætti. Með þessum fyrirvara verður nú litið á þættina í aldursröð söguhetj- anna. Fyrstur af þessum þáttum er Fat- tige barn (Fátæk börn), veigamesta sagan í íslenskar ástir (1926). Það er hjarðsaga (idyl) með óvanalega töfr- andi blíðum blæ. Börnin, drengur og stúlka eru að vísu í tötrum, en þau búa við bláan sjó, á grænni strönd, undir heiðum íslenskum vornætur- himni. Og ást þeirra er ung og hrein eins og fyrstu vorblómin. Síðar — í Den blaa kyst (Ströndin blá, Osló 1931) — hefir höfundurinn skrifað heila skáldsögu upp úr drög- um þessarar hjarðsögu. Ungu niður- setningarnir fara út í heiminn. örlög hennar verða berklahæli, loftherbergi í Reykjavík, saumakonustörf og Hjálpræðisherinn. Hann gerist þús- und þjala smiður og ævintýramaður af guðs náð, en ást hans á æsku vin- konu sinni festir hann í rásinni. Þeg- ar hún verður ‘hvíta dauðanum’ að bráð, fer hann til Norges. Seinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.