Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Blaðsíða 62
Eftir prófessor Helga Johnson
Frá örófi alda höfðu hinar risháu
öldur Atlantshafsins reynst óyfir-
stíganlegar hinni eirðarlausu þrá
mannsandans eftir víðari og breiðari
sjóndeildarhring hins þekta heims.
En þegar víkingarnir lögðu út á
djúpið í vesturátt og fundu Færeyjar
og því næst ísland, var fyrstu áföng-
unum náð. Löngu síðar, þegar Eirík-
ur rauði leitaði landa í vestur og fanr.
Grænland, og Leifur sonur hans
nokkru síðar Vínland, opnuðust
mannlegri framsókn nýir heimar og
ný viðfangsefni. Það hefir að réttu
lagi verið talið eitt hið stærsta þrek-
virki í sjóferðum á öllum tímum,
þegar Leifur sigldi í hinu smáa og
veikbygða drekaskipi yfir Atlants-
hafið frá Noregi til stranda Vestur-
heims án viðkomustaðar á leiðinni.
Eftir það lágu leiðirnar til vesturs
yfir þrjár risavaxnar stiklur Atlants-
hafsins, sem nú hafa verið teknar upp
aftur á þessari nýsköpuðu loftferða
öld.
ísland, Grænland og Nýfundnaland
eru nöfn, sem ekki verður gengið
framhjá í sjóferðasögu Vestur-Ev-
rópu þjóðanna til hins nýja megin-
lands í vestrinu. Öldum saman var
sneitt framhjá þessum löndum og
þeim nærri því gleymt í hinu stjórn-
lausa kapphlaupi um verslun og völd
þeirra þjóða, sem mest höfðu þó haft
upp úr fundi þeirra.
Saga íslands og Grænlands er ís-
lenskum lesendum of vel kunn til
þess að nokkru sé við bætandi hér; en
fáeinar línur um Nýfundnaland eru,
ef til vill, ekki ótímabærar nú, þegar
það er smámsaman að ná réttmætri
viðurkenningu í félagsskap menn-
ingarþjóðanna, og þúsundir af her-
skörum sambandsþjóðanna hafa átt
setu eða stansað á ferð sinni til víg-
stöðvanna eða frá þeim á þessu ná-
lega óþekta landi.
Nýfundnaland liggur eins og stór
þríhyrningur úti fyrir mynni St.
Lawrence flóans, milli 47 og 52 gráðu
norðlægrar breiddar og 52.30—59.30
íengdarstigs í vestur. Það stendur
eins og útvörður á leiðinni til Norð-
ur-Ameríku, en er aðskilið frá megin-
landinu af níu mílna breiðu sundi að
norðan, sem kent er við Bell Isle
(Klukkuey), en að vestan og sunn-
an af St. Lawrence flóanum og Cabot-
sundi. Það var vafalaust eitt þeirra
landa, er Leifur fann; og sterkar lík-
ur eru fyrir því, að það hafi verið
Markland, sem getur í sögu Vínlands
ferðanna.
Það var samt ekki fyr en vorið 1497.
að John CabotD sigldi í 50 smá-
lesta skipi frá Bristol á Englandi og
fann þessa stórvöxnu ey aftur. í
ágústmánuði samsumars kom hann
til baka og tilkynti þeim, er kostuðu
1) Sjá: Columbus og Cabot, eftir próf-
Halldór Hermannsson í 23. árg. þessa
tímarits.