Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Blaðsíða 39
UM SKÁLDIÐ BEN JONSON
17
fair”, “See the chariot at hand here
of love”, “Underneath this sable
hearse”, og “Still to be neat”. —
William Drummond of Hawthorn-
den segir að Ben Jonson hafi þótt
vænst um kvæðið: “Drink to me
only with thine eyes”, og að hann
hafi álitið þessa vísu ganga næst:
“For Love’s sake, kiss me once
again;
I long, and should not beg in
vain.
Here’s none to spy, or see;
Why do you doubt or stay?
Fll taste as lightly as the bee,
That doth but touch his flower
and flies away”.
Segir Drummond að Jonson hafi
lagt sérstaka áherslu á tvö síðustu
vísu-orðin.
Það er sagt að Ben Jonson og
vinir hans hafi iðulega komið sam-
an í hinum nafnfræga drykkju-
skála “Mermaid Tavern”; en eftir
því, sem vinur hans Robert Herrick
(1591-1674) segir í einu af kvæðum
sínum, þá hafa þeir komið saman
víðar en þar, til þess að gleðja sig.
3■ september 1931.
Séra Guömundur Árnason sendi
mér nokkur ítarleg atriði úr ævi-
sögu Ben Jonson’s í Dictionary of
National Biography eftir Prof. C.
H. Herford. Hefir séra Guðmund-
ur skrifað þessi atriði upp með
mikilli nákvæmni og vandvirkni. •—
er þar margt, sem mér var áður
ekki kunnugt um. En ekki hefir
Próf. Herford tekist að komast að
því með neinni vissu, af hvaða ætt-
Um Jonson var. Og allir, sem um
hann hafa skrifað, hafa fengið
mestan sinn fróðleik um hann úr
riti William Drummond’s frá Haw-
thornden.
7. október 1931.
Eg er nýbúinn að fá ævisögu Ben
Jonson’s, eftir G. Gregory Smith.
Hún er vel rituð og ítarleg. En
ekki veit Smith neitt meira um ætt
og uppruna Jonson’s heldur en J.
A. Symonds. — Enginn veit nú,
hverra manna að móðir Jonson’s
var. Menn vita ekki einu sinni,
hvað hún hefir heitið. Jonson
fæddist mánuði eftir að faðir hans
dó. Enginn veit, hvaða mánaðar-
dag Jonson fæddist. Sumir halda
að hann sé fæddur árið 1572, og
aðrir, að það hafi verið árið 1573.
— Þeir J. A. Symonds og G. Greg-
ory Smith, og fleiri nafnkunnir
fræðimenn, geta þess til, að Ben
Jonson hafi verið af hinni miklu og
ríku Johnstone’s ætt í A’nnandale
á Skotlandi. En Jonson skrifaði
sig aldrei Johnstone. í Annandale
var enginn, svo menn viti, sem hét
Jonson. Samtímismenn Jonson’s
skrifuðu oft nafn hans Johnson
(og hann sjálfur skrifaði það
stundum þannig); en hann mun
oftast hafa skrifað sig Jonson. Og
á titilblaði þeirrar bókar. sem hann
sjálfur gaf út árið 1616, stendur
fullum stöfum: The Workes of
Benjamin Jonson. Og sýnir það ó-
tvíræðilega, að hann hefir álitið,
að þannig væri nafn sitt rétt staf-
sett. — En það er ekki nafnið ein-
göngu, sem kemur mér til að halda.
að skeð geti, að Ben Jonson hafi
verið af íslensku bergi brotinn, að
minsta kosti í aðra ættina. Heldur