Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Blaðsíða 103
Á FERÐ OG FLUGI
81
meginlandinu. En það leið ekki á
löngu að við lentum. Við höfðum
flogið í tíu klukkutíma; og á þeim
tíma ferðast 1500 enskar mílur. Flug-
velin settist eins og svanur á tjörn, á
flugvöllinn í New York. í Winnipeg
Var klukkan þá nákvæmlega tólf á
hádegi.
Við tókum okkur leigubíl og fórum
rakleitt upp á skrifstofu Dr. Helga
Briem, ræðismanns. Hann hafði
e^^i átt okkar von svo skjótt, og var
ekki viðstaddur; en skrifari hans,
Ungfru Ásta Helgadóttir tók á móti
°kkur með hinni mestu alúð, og lét
þess getið að okkur væri búinn veru-
staður á Hotel Savoy Plaza. Það var
þá heldur ekki í kot vísað, því þetta
er talið annað veglegasta gestgjafa-
^Us borgarinnar. Okkur var fengin
stór og vegleg íbúð á 22. gólfi. Þar
^0ru stórir gluggar, víðsýnt yfir
0rgina og fagurt um að litast, það
Sem fyrst vakti athygli mína var gos-
krunnur einn fagur fyrir framan
S^stihúsið, og fyrir handan strætið
ar iystigarðurinn Central Park. Eru
þarna 850 ekrur af skóglendi, vötn-
0ni °g blómagörðum inn í sjálfu
íarta borgarinnar. Hlýtur það að
Vera ^ásamlega tilbreytilegt og hress-
andi fyrir þreytta og sveitta borgar-
Ua að geta farið af hinum heitu
steinsteyptu strætum öðru hvoru og
0rfið inn í skraut náttúrunnar um
stund. Heyrði eg talað um að ýms
gróðafélög hefðu á ýmsum tímum
aSf hart að borgarstjórninni að fá
eyptar sneiðar af þessu dýrmæta
andi. En hún hgfjj. ag þessu neitað
f _ Verða við slíkum tilmælum, og
ýtur það að teljast viturlega ráðið.
^nda þótt ferðin austur væri að
vissu leyti eins og draumur hvað
snertir hraða og þægindi, vorum við
félagar nokkuð lúnir og svefnþurfi,
og höfðumst því ekki mikið að, það
sem eftir var þess fyrsta dags í New
York, annað en að sjá okkur um í
nágrenni við hótelið. Morguninn eft-
ir var það fyrsta verk okkar Grettis
að heimsækja The United Lutheran
Church House, 231 Madison Avenue,
sem nú er aðal bækistöð United Luth-
eran Church in America. Er þetta
gríðarleg steinbygging með fjórum
hæðum og 45 herbergjum; þar sem
öll herbergi og gangar eru lagðir
þykkum rauðleitum gólfdúkum út að
veggjum. Var þetta áður einkaheim-
ili auðkýfingsins J. P. Morgan, og
er virt að fasteignamati á $950,000.00.
Vegna hárra skatta treystist enginn
af hinum auðugu New York búum að
taka höll þessa til íbúðar, en heldur
en að jafna hana við jörðu var hún
seld kirkjunni fyrir lítið eitt meira
en nam verði lóðarinnar sem hún
stendur á. Til dæmis um auðlegð
hinna upphaflegu eigenda, og íburð
þann sem lagður var í bygging þessa
húss, má geta þess að í einni stofunni,
í kring um ljósastjaka sem hékk í
loftinu, var geysistórt málverk með
englamyndum. Sagði leiðsögumaður
okkar að þetta málverk hefði fagmað-
ur frá ítalíu málað í loftið, og hefði
það kostað húsráðendur einhvers-
staðar á milli 17 og 29 þúsund dollara.
Þessi stofa var áður svefnherbergi
frúarinnar, Mrs. Morgan, og hafði
hún lagt svo fyrir, að ekki skyldi
hreyft við þessari mynd á meðan hús-
ið stæði. Út um gluggann á skrifstofu
forseta United Lutheran Church get-
ur að líta hið fræga Morgan Library,