Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Blaðsíða 152
130
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
samþykt eftir tillögu Á. P. Jóhannsson
og F. P. Sigurðsson.
Skýrsla milliþinganefndar i fræðslu-
málinu er Mrs. Ingibjörg Jónsson bar
fram fyrir hönd nefndarinnar lá nú fyrir.
Jafnframt nefndarálitinu flutti hún einn-
ig rækilega inngangsræðu að málinu.
Sérstök tillaga fræðslumálanefndarinn-
ar var nú lesin upp.
Skýrsla milliþinganefndar í
frœðslumólum
Samkvæmt samþykt síðasta þings
voru pantaðar frá íslandi lesbækur í
stað þeirra sem voru uppgengnar. Þær
eru nú komnar og verða auglýstar í ís-
lensku blöðunum. Eru það alls 325 bæk-
ur og kostnaður á þeim er um $92.80.
Á síðasta þingi var samþykt að veita
alt að $300 til kenslumála. Fjárveiting-
ar fyrir skólaárið 1944-45 voru, sem hér
segir: íslensku skólinn í Winnipeg
$52.50; Riverton $30.00; Árborg $40.00;
Gimli $45.00; Selkirk $30.00; alls $197.50.
Engar umsóknir um kenslustyrk komu
frá skólunum í Argyle og Hecla fyrir
skólaárið 1944-45.
Á fundi fræðslumálanefndar var sam-
þykt að fara fram á að þingið veiti alt
að $500 til kenslumála næstkomandi
skólaár 1945-46.
—Winnipeg, Man., 27. febr. 1945.
Ingibjörg Jónsson
Á. P. Jóhannsson
(með fyrirvara)
Marja Björnsson
S. Thorvaldson
Á. P. Jóhannsson gaf þá bendingu að
fjárveitingar beiðni sé vísað til fjár-
málanefndar þingsins.,
J. J. Bíldfell gerði tillögu er Miss Sig-
urrós Vídal studdi að skýrslan sé við-
tekin, utan sá liður hennar sem vísað
var til fjármálanefndar þingsins. Samþ.
Frœðslumála-þingnefnd
I tilefni af þvi máli bar J. J. Bildfell
fram þá tillögu, er G. Jónasson studdi, að
forseti skipi fimm manna nefnd. I nefnd-
ina skipaði forseti:
Mrs. Hólmfríði Danielson
H. I. Hjaltalín
Mrs. E. P. Jónsson
Pétur N. Johnson
Mrs. W. Coghill
Álit þingnefndar í frceðslumálum
Nefndin leggur til:
1. Að þingið þakki milliþinganefnd 1
fræðslumálum og öllu starfsfólki fyrir
áhugasamt starf á árinu.
2. (a) Að þingið bendi deildum fé'
lagsins á að æskilegt væri að setja á
stofn fræðslustarfsemi með svipuðum
hætti og Icelandic Canadian Evening
School (á ensku ef þess gerist þörf>
fyrir unglinga og fullorðna.
(b) 1 sambandi við þessa fræðslU'
starfsemi væri æskilegt að stofna
bókasafn sem hefði að geyma enskar
bækur um íslenska sögu, bókmentir oS
um nútíðar Island, t. d. bækur Vil'
hjálms Stefánssonar.
3. Að þingið feli væntanlegri fræð-
slumálanefnd:
(a) Að láta semja og fjölrita lexíur
til afnota skólunum, lexíur sem gera
kennurunum auðveldara að æfa börn-
in í því að tala daglegt íslenskt mál-
(b) Að láta fjölrita smáleiki °&
annað efni sem er hæfilegt til afnota
á lokasamkomu skólanna.
4. Að þingið gefi skólunum þessar
bendingar:
(a) Að þeim börnum sem sækja
skólann stöðugast séu gefin verðlaun-
(b) Að börnum sem skara fram ur
í íslensku-náminu, sé gefið tækifmrl
að koma fram á samkomu Þjóðreeknis
félagsins, t. d. með framsögn ljóða’
o. s. frv.
Hólmfríður Danielson
H. T. Hjaltalín
Ingibjörg Jónsson
Pétur N. Johnson
Valgerður Coghill
Ársskýrsla Icelandic Canadian
k