Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Blaðsíða 76
54
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
smekkvíss ljóðskálds, og þarf eigi
lengi að blaða í kvæðabókum hans tii
þess að sannfærast um, hve íslensk
tunga er honum eftirlát, hvort sem er
í ljóðrænustu og blíðmæltustu kvæð-
um hans eða hinum magni þrungn-
ustu og ofsafengnustu, þar sem hol-
skeflur tilfinninga hans brotna eins
og brim á klettaströnd.
Kvæðið “Sestu hérna hjá mér, syst-
ir mín góð”, er því um efni, blæ og
bragarhátt mjög einkennandi fyrir
hið sérstæðasta í ljóðagerð Davíðs
Stefánssonar, hinn nýja tón, sem
hann flutti inn í íslenskari nútíðar-
skáldskap og orðið hefir þar svo á-
hrifaríkur, eins og fyr getur. í þessu
kvæði hans er að finna þann léttleika
rímsins og einfaldleik framsetning-
arinnar, þá kliðmjúku hrynjandi, sem
svipmerkir kvæði hans, ásamt hinni
draumrænu fegurð, djúpri undiröldu
sársauka og sorgar, sem auðgar þeim
inntak og hefir þau upp í veldi hins
fagra og sanna skáldskapar.
Og þau voru fleiri fyrstu kvæðin í
Iðunni, og vitanlega ennþá fleiri í
Svörtum íjöðrum, sem slógu snildar-
lega á svipaða strengi, kvæði eins og
“Brúðarskórnir”, þar sem heil harm-
saga og áhrifarík er sögð í þrem
vísum; “Sigling”, heilsteypt og til-
finninga-f júpt kvæði í þulu-stíl;
“Húmljóð”, myndauðugt kvæði og
tilþrifamikið, og “Mánadísin”, meist-
aralegt, ljóðrænt kvæði, eins og þessi
tvö erindi sanna, en njóta sín þó enn
betur í samræmri heildarmynd kvæð-
isins:
Eg sé þig koma á móti mér,
er máninn skín
og varpa töfraljóma og lífi
á löndin mín.
Lokkar þinir glitra eins og
gylltur foss.
Á vörunum þinum mjúku sefur
sólarkoss.
Þú leiðir mig til landsins helga
um lágnættið.
Eg brosi eins og barn í svefni
brjóst þín við;
þar inni logar bjart og falið
fórnarbál;
en næturþögnin talar hjartans
huldumál.
En skáldið slær einnig á aðra
strengi og fjarskylda í þessu fyrsta
og merkilega ljóðasafni sínu, svo sem
í hinu frumlega kvæði “Á Dökku-
miðum”, þrungið geigvænum grun,
eða í kvæðinu “Myndhöggvarinn”.
um snillinginn misskilda, sem hjó
“í æði í hinn harða stein sinn himn-
eska draum og sárasta kvein“, hió
fyrsta af svipmiklum og samúðar-
ríkum kvæðum skáldsins um braut-
ryðjendur á ýmsum sviðum; slíkit
menn eru honum hugstæðir og bar-
átta þeirra frjótt yrkisefni.
Enginn fær heldur lesið Svartat
íjaðrir, svo að hann finni eigi til hin3
djúpa og sorg-blandna trega, þeirrar
sterku þrár til þess að losna úr álaga'
böndum, sem tíðum er stríður undir'
straumur kvæðanna, og ekki að ó-
sekju, því að skáldið sjálft haf.ði 3
þeim árum átt við svo mikla van-
heilsu að glíma, að honum var stund'
um eigi hugað líf. Þetta á sérstak'
lega við um það kvæðið, sem segja
má, að bókin dragi nafn af, kvæðió
“Krummi”, og er þannig að megiú'
efni:
Krunk, krunk, krá.
Svívirtu ekki söngva þá,
er svörtum brjóstum koma frá,