Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Síða 76

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Síða 76
54 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA smekkvíss ljóðskálds, og þarf eigi lengi að blaða í kvæðabókum hans tii þess að sannfærast um, hve íslensk tunga er honum eftirlát, hvort sem er í ljóðrænustu og blíðmæltustu kvæð- um hans eða hinum magni þrungn- ustu og ofsafengnustu, þar sem hol- skeflur tilfinninga hans brotna eins og brim á klettaströnd. Kvæðið “Sestu hérna hjá mér, syst- ir mín góð”, er því um efni, blæ og bragarhátt mjög einkennandi fyrir hið sérstæðasta í ljóðagerð Davíðs Stefánssonar, hinn nýja tón, sem hann flutti inn í íslenskari nútíðar- skáldskap og orðið hefir þar svo á- hrifaríkur, eins og fyr getur. í þessu kvæði hans er að finna þann léttleika rímsins og einfaldleik framsetning- arinnar, þá kliðmjúku hrynjandi, sem svipmerkir kvæði hans, ásamt hinni draumrænu fegurð, djúpri undiröldu sársauka og sorgar, sem auðgar þeim inntak og hefir þau upp í veldi hins fagra og sanna skáldskapar. Og þau voru fleiri fyrstu kvæðin í Iðunni, og vitanlega ennþá fleiri í Svörtum íjöðrum, sem slógu snildar- lega á svipaða strengi, kvæði eins og “Brúðarskórnir”, þar sem heil harm- saga og áhrifarík er sögð í þrem vísum; “Sigling”, heilsteypt og til- finninga-f júpt kvæði í þulu-stíl; “Húmljóð”, myndauðugt kvæði og tilþrifamikið, og “Mánadísin”, meist- aralegt, ljóðrænt kvæði, eins og þessi tvö erindi sanna, en njóta sín þó enn betur í samræmri heildarmynd kvæð- isins: Eg sé þig koma á móti mér, er máninn skín og varpa töfraljóma og lífi á löndin mín. Lokkar þinir glitra eins og gylltur foss. Á vörunum þinum mjúku sefur sólarkoss. Þú leiðir mig til landsins helga um lágnættið. Eg brosi eins og barn í svefni brjóst þín við; þar inni logar bjart og falið fórnarbál; en næturþögnin talar hjartans huldumál. En skáldið slær einnig á aðra strengi og fjarskylda í þessu fyrsta og merkilega ljóðasafni sínu, svo sem í hinu frumlega kvæði “Á Dökku- miðum”, þrungið geigvænum grun, eða í kvæðinu “Myndhöggvarinn”. um snillinginn misskilda, sem hjó “í æði í hinn harða stein sinn himn- eska draum og sárasta kvein“, hió fyrsta af svipmiklum og samúðar- ríkum kvæðum skáldsins um braut- ryðjendur á ýmsum sviðum; slíkit menn eru honum hugstæðir og bar- átta þeirra frjótt yrkisefni. Enginn fær heldur lesið Svartat íjaðrir, svo að hann finni eigi til hin3 djúpa og sorg-blandna trega, þeirrar sterku þrár til þess að losna úr álaga' böndum, sem tíðum er stríður undir' straumur kvæðanna, og ekki að ó- sekju, því að skáldið sjálft haf.ði 3 þeim árum átt við svo mikla van- heilsu að glíma, að honum var stund' um eigi hugað líf. Þetta á sérstak' lega við um það kvæðið, sem segja má, að bókin dragi nafn af, kvæðió “Krummi”, og er þannig að megiú' efni: Krunk, krunk, krá. Svívirtu ekki söngva þá, er svörtum brjóstum koma frá,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.