Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Page 84

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Page 84
62 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA II. En Davíð Stefánsson hefir eigi að- eins unnið sér ástsældir þjóöar sinn- ar með ljóðum sínum, sem eru á allra vörum. Hann heíir einnig á síðustu árum gerst leikrita- og söguskáld, með þeim árangri, að hann skipar orðið mikinn virðingarsess á þeim sviðum íslenskra samtíðarbókmenta. Fyrsta leikrit hans, Munkarnir á Mööruvöllum (1926), báru glögg ein- kenni þess, að þar var um frumsmíð hans að ræða í leikritagerðinni, enda vakti það litla athygli. Þó kemur það fram í tilsvörunum í leiknum, ýmsum atriðum hans og mannlýsing- um, einkum í lýsingunni á söguhetj- unni, Óttari ungbróður, bæði í bar- áttu þeirri, sem hann heyr hið innra með sjálfum sér og eins hið ytra, að meira megi vænta af höfundinum í þeirri grein bókmentanna. Það kom einnig eftirminnilega á daginn, og vafalaust langt fram yfir það, sem flestir munu hafa átt von á, er hann sendi frá sér næsta leikrit sitt Gullna hliöiö, en með því vann hann mikinn bókmentasigur. Leikrit þetta var fyrst prentað á íslensku árið 1941, en hafði verið samið tveim árum áður. Leikstjórinn við “Det norske Teater” í Osló hafði látið snúa því á norsku og var í þann veginn að hefja sýningu á því í leik- húsi sínu, er Noregur var hernuminn. Á því skeri mun sýning þess hafa strandað að því sinni, enda átti öll norsk menningar-viðleitni mjög í vök að verjast á hernámsárunum. Nú hef- ir aftur ráðist svo, að leikrit þetta verður sýnt í Osló á næstunni. En í Reykjavík hóf sjónleikur þessi göngu sína annan jóladag 1941, og var aðsókn að honum með þeim eindæmum, að hann var leikinn sex- tíu og sex sinnum á fimm mánuðum. Þóttu leikstjóri og leikendur hafa gert vandasömu hlutverki sínu hin bestu skil. Eiga hér við orð Jóns Magnússonar skálds (Skírnir 1942) : “Gullna hliöiö á vafalaust þessar glæsilegu viðtökur að nokkru leyti því að þakka, hve afbragðs vel það er til leiks fallið sakir mjög listræns forms. Um hitt er þó ekki minna vert fyrir afdrif sjónleiksins í fram- tíðinni, að hér er um mikið og fagurt skáldverk að ræða, sem á djúpar ræt- ur í baráttu og örlögum liðinna kyn- slóða.” Davíð Stefánsson hefir, eins og að framan er getið, ort snjalt og mynd- auðugt kvæði út af þjóðsögunni al- kunnu “Sálin hans Jóns míns”. Upp úr þessari sömu sögu hefir hann sam- ið þetta leikrit sitt, og veitist hon- um þar, eins og liggur í augum uppi. drjúgum meira svigrúm til að vinna úr söguefninu, taka það fastari tök- um og túlka það á víðtækari grund- velli. Hann hefir og notfært sér ýmsa gamla sálma sem uppistöðu leiksins. Leikritið, sem er í fjórum þáttum. hefst á kröftugu inngangskvæði (“Prologus”) en annars er ritið að mestu leyti í óbundnu máli. Lýsit kvæðið glögglega aldarfari þeirrar tíðar, sem efni leiksins á rætur í, sér- staklega hinu andlega andrúmslofti. og varpar því ljósi á þá atburði, sem eru uppistaða efnis hans. En þessi eru niðurlagsorð kvæðisins: Hér verður grýttur götuslóði rakinn, og gömul kynslóð upp frá dauðum vakin. svo þeir, sem ungir eru, megi skilja hið innra stríð, sem liðnir tímar dylja.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.