Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Side 110

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1945, Side 110
88 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA manna húsum hæft, einhver hafði gleymt þessu riti eða skilið það eftir. Hann fletti því og las svo eina af þessum sögum, sem þetta rit var frægt fyrir. Það var ekkert vanda- verk að skrifa á borð við þessa sögu, sem var klaufaleg og gróf eftirstæl- ing af vissum köflum úr “Söngnum háa” eftir Sudermann. Til þess að sjá hvað hann gæti nú gert á þessum vettvangi skáldskapar- ins hripaði hann stutta sögu í sama stíl. Hún byrjaði og endaði með: Munið að lifa! sem hann hnuplaði frá Goethe og notaði sem sitt eigið inn- blásið orð. Söguefnið hafði hann fyr- ir augunum og ekki var verkið erfitt. Skyldi nú þetta rit vilja taka nokkuð eftir hann — átölulaust. Hann setti stafina sína undir söguna og utaná- skrift á umlagið, sló utan um hana og stakk henni í pósthólfið þarna um nóttina. Morguninn eftir iðrað- ist hann eftir þessu fljótræði sínu og vonaði að sagan yrði endursend, en það fór á annan veg. Hann fékk bréf frá ritstjóranum ásamt ríflegri borg- un og beiðni um fleiri sögur. Sög- unni taldi hann það til ágætis, að upphaf og endir væru svo frumleg og gæfu sögunni dýpri meiningu. Smá breytingar hefðu verið gerðar í ein- staka stað, því stefna ritsins væri, að flytja raunsæis sögur, er bæru yfir sér blæ sannleikans, sem lesendurnir sæktust eftir. Arnold hafði orðið fokreiður við ritstjórann og mæddur yfir því, að vita nokkuð eftir sig í þessu saur- blaði. í slíkum ritum ætlaði hann sér ekki að leita frægðar. En pening- arnir komu sér vel, enda fékk hann sér ærlega neðan í því, til að drekkja raunum sínum. Um tíma hafði hann óttast að einhver blaðamannanna mundi fá nasaveður af því, að hann hefði skrifað í þetta rit. Ennþá hafði hann hvergi fengið það framan í sig- Blaðamenn voru nú breyskir, en svona rit lásu þeir ekki og hann von- aði að þetta eintak væri gleymt og grafið í glatkistunni. Síðan í vor hafði hann svo verið atvinnulaus. Hann hefði átt að byrja á bókinni sinni, en það var spursmál hvort blöðin væru ekki búin að eyði- leggja hann sem rithöfund. Hann hafði verið svo lengi á þessu rölti að honum leiddist að sitja um kyrt og skrifa. Blaðamenskan var komin J blóðið á honum, hann þjáðist af eirð- arleysi, og hann undi sér ekki nema að hann væri á ferð og flugi. Og nú brosti hamingjan aftur við honum. Hann hafði lofast til að skrifa um sýninguna fyrir blað, sem var nýlega stofnað og var skoðana- lega andstætt eldri blöðunum. Ritstjórinn var ungur maður og hafði sagt honum að gamall vinut sinn hefði bent sér á hann sem rit- færan og mentaðan mann, vanan blaðamensku. Þarna voru Arnold engin skilyrði sett önnur en þau að # skrifa greinar tvisvar í viku og sjá til þess, að þær væru skemtilegar af' lestrar og gerðu góð skil hinni marg' þættu og feikna miklu sýningu. Vægast sagt hafði Arnold verið 1 sjöunda himni eftir þetta samtal. Ein' hver hafði þá hugmynd um að hann gat skrifað. Honum hafði loksins hlotnast það, sem hann hafði leng1 þráð, að fá að skrifa annað en frétta* snatt. Sýningin gaf honum ótakmark' að svigrúm. Nú gafst honum taek>'
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.